Erlent

Kona sprengdi sig upp við sjúkrahús í Pakistan

Kjartan Kjartansson skrifar
Starfsmenn sjúkrahússins skoða sig um þar sem kona sprengdi sig í loft upp í dag.
Starfsmenn sjúkrahússins skoða sig um þar sem kona sprengdi sig í loft upp í dag. Vísir/AP

Sjö manns létust og þrjátíu til viðbótar særðust þegar kona sprengdi sjálfa sig í loft upp við sjúkrahús í Pakistan í dag. Sprengingin varð þegar sjúkraflutningamenn komu með fórnarlömb skotárásar á lögreglumenn á sjúkrahúsið.

Yfirvöld telja að um skipulagt hryðjuverk talibana hafi verið að ræða. Fyrst hófu byssumenn á bifhjóli skothríð á lögreglumenn í íbúðarhverfi í borginni Dera Ismail Khan og felldu tvo þeirra. Konan sprengdi sig svo í loft upp við inngang sjúkrahússins þangað sem lögreglumenn sem særðust voru fluttir.

Fjórir lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar sem voru að heimsækja ástvini létust í sjálfsmorðssprengingunni. Átta lögreglumenn eru sagðir á meðal þeirra særðu en margir þeirra eru þungt haldnir.

Bráðamóttaka sjúkrahússins skemmdist í sprengingunni og þurfti að loka henni. Fórnarlömbin voru þá flutt á hersjúkrahús, að sögn AP-fréttastofunnar.

Talibanar hafa lýst ábyrgð á ódæðinu en þeir hafa staðið fyrir fjölda slíkra árása í landinu í vel á annan áratug. Sjaldgæft er að konur fremji sjálfsmorðsárásir sem þessar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.