Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. júlí 2019 10:53 Hrafn Jökulsson kippir sér ekki upp við hótanir sem honum og Elísabetu Jökulsdóttur hafa borist. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. Hrafn og Elísabet Jökulsbörn hafa vakið mikla athygli undanfarna daga vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri byggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Hrafn segir að þau hafi bæði fengið sterk viðbrögð við ummælum sínum um Hvalárvirkjun og umhverfisvernd. Mikið hafi verið í formi stuðningskveðja en þau grófustu hafi gengið nokkuð langt.Sjá einnig: Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum HvalárvirkjunarHrafn birti ljótustu ummælin á Facebook síðu sinni og vakti sérstaka athygli á eftirfarandi skilaboðum: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi.“ Í athugasemdum við frétt um mótmæli þeirra systkina er Elísabet einnig kölluð kjáni: „Þetta er nú meiri kjánin þessi Elísabet.“ Hrafn segist fyrst hafa orðið var við ýmis ljót ummæli í gær, meðal annars í athugasemdum við fréttina um systur sína á Vísi, í SMS-um og í einkaskilaboðum á Facebook. „Við kippum okkur ekki mikið upp við þetta." Þó segist hann hafa birt verstu ummælin á Facebook síðu sinni, sérstaklega ef þeim var beint til Elísabetar. „Ég hef þá reglu að ef fólk á eitthvað vansagt við mig og segir eitthvað þá verður það bara að eiga það við sjálft sig. En auðvitað ber að taka hótanir alvarlega og ég tek þær ekki alvarlega í minn garð en mér líkar illa við þegar fólk er að hóta fólki úr mínum frændgarði, eins og stóru systur minni henni Elísabetu, ég læt það ekki líðast.“ Hrafn segist ekki ætla að leita til lögreglu vegna ummælanna. „Nei, ég held að það verði bara aðallega að viðkomandi leiti sér sálfræðihjálpar. Ég held að það sé eina lausnin í málinu. Ef það er ekki hægt að taka málefnalega umræðu þá verður það bara svo að vera.“Elísabet Jökulsdóttir mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum við Hvalárvirkjun ákaft.Fréttablaðið/GVA„Ég er alveg fullfær um að verja sjálfan mig en þegar fólk hótar mínum nánustu þá verð ég að taka það bókstaflega.“ „Mér þykir bara dapurlegt að umræðan um umhverfismál skuli vera komin niður á þetta lága stig að þau okkar sem eru að berjast í þágu náttúru Íslands skuli sitja undir þessu.“Líður þér eins og meiri harka hafi færst í umræðu tengda umhverfismálum upp á síðkastið?„Á dauða mínum átti ég von en aldrei því að mér eða mínum yrði hótað lífláti fyrir baráttu í þágu náttúru Íslands,“ segir Hrafn. Hrafn segir baráttuna vera að færast á nýtt stig og hvatti alla „góðviljaða Íslendinga“ til að fylgjast með.Sjá einnig: Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun„Fáfræðin er alltaf leiðarljós þegar kemur að heimtufrekju, heimsku og fáfræði. Þannig að við verðum bara að vona að það sljákki í okkar góðu andstæðingum. Náttúra Íslands mun sigra að lokum,“ segir Hrafn. Hrafn segir að þessi ummæli myndu ekki hafa nein áhrif á baráttu þeirra: „Þau munu bara efla okkur og ekkert annað. Það er ekkert annað í stöðunni en sigur.“ Hrafn er jafnframt bjartsýnn á að sjónarmið umhverfisverndar verði ofan á í máli Hvalárvirkjunnar. „Við munum sigra í orustunni um Ísland, það er engin spurning.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. Hrafn og Elísabet Jökulsbörn hafa vakið mikla athygli undanfarna daga vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri byggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Hrafn segir að þau hafi bæði fengið sterk viðbrögð við ummælum sínum um Hvalárvirkjun og umhverfisvernd. Mikið hafi verið í formi stuðningskveðja en þau grófustu hafi gengið nokkuð langt.Sjá einnig: Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum HvalárvirkjunarHrafn birti ljótustu ummælin á Facebook síðu sinni og vakti sérstaka athygli á eftirfarandi skilaboðum: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi.“ Í athugasemdum við frétt um mótmæli þeirra systkina er Elísabet einnig kölluð kjáni: „Þetta er nú meiri kjánin þessi Elísabet.“ Hrafn segist fyrst hafa orðið var við ýmis ljót ummæli í gær, meðal annars í athugasemdum við fréttina um systur sína á Vísi, í SMS-um og í einkaskilaboðum á Facebook. „Við kippum okkur ekki mikið upp við þetta." Þó segist hann hafa birt verstu ummælin á Facebook síðu sinni, sérstaklega ef þeim var beint til Elísabetar. „Ég hef þá reglu að ef fólk á eitthvað vansagt við mig og segir eitthvað þá verður það bara að eiga það við sjálft sig. En auðvitað ber að taka hótanir alvarlega og ég tek þær ekki alvarlega í minn garð en mér líkar illa við þegar fólk er að hóta fólki úr mínum frændgarði, eins og stóru systur minni henni Elísabetu, ég læt það ekki líðast.“ Hrafn segist ekki ætla að leita til lögreglu vegna ummælanna. „Nei, ég held að það verði bara aðallega að viðkomandi leiti sér sálfræðihjálpar. Ég held að það sé eina lausnin í málinu. Ef það er ekki hægt að taka málefnalega umræðu þá verður það bara svo að vera.“Elísabet Jökulsdóttir mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum við Hvalárvirkjun ákaft.Fréttablaðið/GVA„Ég er alveg fullfær um að verja sjálfan mig en þegar fólk hótar mínum nánustu þá verð ég að taka það bókstaflega.“ „Mér þykir bara dapurlegt að umræðan um umhverfismál skuli vera komin niður á þetta lága stig að þau okkar sem eru að berjast í þágu náttúru Íslands skuli sitja undir þessu.“Líður þér eins og meiri harka hafi færst í umræðu tengda umhverfismálum upp á síðkastið?„Á dauða mínum átti ég von en aldrei því að mér eða mínum yrði hótað lífláti fyrir baráttu í þágu náttúru Íslands,“ segir Hrafn. Hrafn segir baráttuna vera að færast á nýtt stig og hvatti alla „góðviljaða Íslendinga“ til að fylgjast með.Sjá einnig: Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun„Fáfræðin er alltaf leiðarljós þegar kemur að heimtufrekju, heimsku og fáfræði. Þannig að við verðum bara að vona að það sljákki í okkar góðu andstæðingum. Náttúra Íslands mun sigra að lokum,“ segir Hrafn. Hrafn segir að þessi ummæli myndu ekki hafa nein áhrif á baráttu þeirra: „Þau munu bara efla okkur og ekkert annað. Það er ekkert annað í stöðunni en sigur.“ Hrafn er jafnframt bjartsýnn á að sjónarmið umhverfisverndar verði ofan á í máli Hvalárvirkjunnar. „Við munum sigra í orustunni um Ísland, það er engin spurning.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira