Innlent

Ruddust inn í íbúð og veittust að húsráðanda

Kjartan Kjartansson skrifar
Mennirnir tveir sitja nú fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Mennirnir tveir sitja nú fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Hanna
Tveir karlmenn voru handteknir í Reykjavík grunaðir um að hafa ruðst inn í íbúð í miðborginni og veist að húsráðanda. Lögreglumenn veittu þeim eftirför á bíl þegar mennirnir virtu ekki tilmæli um að þeir stöðvuðu bifreið sína.Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að mennirnir tveir hafi ekið á brott á bifreið eftir að tilkynnt var um húsbrot og líkamsárás. Lögreglumenn í bíl hafi komið auga á bifreið þeirra þegar henni var ekið austur Bústaðarveg skömmu síðar.„Lögreglumenn gáfu ökumanni merki um að stöðva akstur sem hann gerði ekki og hófst þá eftirför. Að lokum stöðvaði ökumaður bifreiðina og var hann ásamt einum farþega handteknir,“ segir í dagbókinni.Mennirnir reyndust báðir undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust á þeim. Þeir gista báðir fangageymslu lögreglu þar til hægt verður að taka af þeim skýrslu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.