Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 17:56 ap/Michal Fludra Haldin var fyrsta gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. Þjóðernissinnaðir ofurfótboltaaðdáendur, öfgahægri hópar og fleiri hentu leiftursprengjum (e. flash bombs), steinum og glerflöskum. Mótmælendur göngunnar kölluðu „Guð, heiður og móðurland“ og „enga öfugugga í Bialystok.“ Fólkið í gleðigöngunni kallaði á móti „enga fasista í Póllandi.“ Lögregla segir um fjögur þúsund mótmælendur hafa mætt til að mótmæla göngunni. Hveitipokum, ásamt fleiri hlutum, var kastað niður í gönguna úr blokkum á meðan á þriggja kílómetra göngunni stóð í gegn um bæinn. Samkvæmt Tomasz Krupa, talsmanni lögreglunnar í Bialystok, voru 20 manns handteknir af lögreglu og fjórir þeirra taldir hafa gerst sekir um glæpi, svo sem að hóta lögreglu og smána.Lögregla bregst við ofbeldisfullum mótmælendum í Bialystok sem hentu meðal annars glerflöskum í fólk í Gleðigöngu.AP/STRÍ borginni búa tæplega 300 þúsund manns og styður stór hluti hennar núverandi stjórnarflokk landsins, Laga- og jafnréttisflokkinn (PiS), sem er íhalds- og hægrisinnaður. Borgin er staðsett í Podlasie héraðinu.Sjá einnig: Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“Samkvæmt baráttuhópum gegn kynþáttahyggju er Bialystok orðin þekkt fyrir öfgahægrihreyfingar. „Stór hluti kynþáttabundinna hatursglæpa hafa verið framdir í Podlasie miðað við aðra hluta Póllands,“ sagði Rafal Pankowski, meðlimur Never Again hópsins, sem beitir sér gegn öfgahyggju. Margir eldri einstaklinganna sem tóku þátt í göngunni litu á hana sem stórt skref áfram þrátt fyrir hótanirnar. „Ég er að reyna að horfa á gönguna í jákvæðu ljósi en hún var líka sorgleg fyrir mig vegna þess að ég hélt að hún yrði ekki eins hættuleg og hún var,“ sagði Anna Pietrucha, 26 ára en hún kom alla leið frá Varsjá til að tala í göngunni. Gangan í Bialystok var sú fyrsta af 24 sem á að halda í Póllandi í ár. Aldrei hafa verið haldnar fleiri göngur í Póllandi en baráttufólk segir það vera vegna aukinnar fáfræði og fordóma gagnvart hinseginfólki af hálfu leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og PiS.Þurrkuðu burt glimmerið „Nú er í gangi alda hatursfulls áróðurs sem er ýtt áfram af ríkinu og kaþólsku kirkjunni,“ sagði Hubert Sobecki, með-forseti pólsku hinseginsamtakanna Love Does Not Exclude. Skráð voru 32 mótmæli á laugardag og var stór hluti þeirra gegn göngunni.. Gangan endaði fljótt eftir klukkan 5 þegar lögregla beitti mótmælendur hljóðsprengjum og piparspreyi til að leysa upp hópinn. Þá sást til einhverra sem voru í göngunni, hreinsa af sér farða og glimmer og fela regnbogafána og sögðu þau í samtali við CNN að það hafi verið til að reyna að blandast inn í hópinn og komast örugglega út úr miðborginni. Hinsegin Pólland Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Haldin var fyrsta gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. Þjóðernissinnaðir ofurfótboltaaðdáendur, öfgahægri hópar og fleiri hentu leiftursprengjum (e. flash bombs), steinum og glerflöskum. Mótmælendur göngunnar kölluðu „Guð, heiður og móðurland“ og „enga öfugugga í Bialystok.“ Fólkið í gleðigöngunni kallaði á móti „enga fasista í Póllandi.“ Lögregla segir um fjögur þúsund mótmælendur hafa mætt til að mótmæla göngunni. Hveitipokum, ásamt fleiri hlutum, var kastað niður í gönguna úr blokkum á meðan á þriggja kílómetra göngunni stóð í gegn um bæinn. Samkvæmt Tomasz Krupa, talsmanni lögreglunnar í Bialystok, voru 20 manns handteknir af lögreglu og fjórir þeirra taldir hafa gerst sekir um glæpi, svo sem að hóta lögreglu og smána.Lögregla bregst við ofbeldisfullum mótmælendum í Bialystok sem hentu meðal annars glerflöskum í fólk í Gleðigöngu.AP/STRÍ borginni búa tæplega 300 þúsund manns og styður stór hluti hennar núverandi stjórnarflokk landsins, Laga- og jafnréttisflokkinn (PiS), sem er íhalds- og hægrisinnaður. Borgin er staðsett í Podlasie héraðinu.Sjá einnig: Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“Samkvæmt baráttuhópum gegn kynþáttahyggju er Bialystok orðin þekkt fyrir öfgahægrihreyfingar. „Stór hluti kynþáttabundinna hatursglæpa hafa verið framdir í Podlasie miðað við aðra hluta Póllands,“ sagði Rafal Pankowski, meðlimur Never Again hópsins, sem beitir sér gegn öfgahyggju. Margir eldri einstaklinganna sem tóku þátt í göngunni litu á hana sem stórt skref áfram þrátt fyrir hótanirnar. „Ég er að reyna að horfa á gönguna í jákvæðu ljósi en hún var líka sorgleg fyrir mig vegna þess að ég hélt að hún yrði ekki eins hættuleg og hún var,“ sagði Anna Pietrucha, 26 ára en hún kom alla leið frá Varsjá til að tala í göngunni. Gangan í Bialystok var sú fyrsta af 24 sem á að halda í Póllandi í ár. Aldrei hafa verið haldnar fleiri göngur í Póllandi en baráttufólk segir það vera vegna aukinnar fáfræði og fordóma gagnvart hinseginfólki af hálfu leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og PiS.Þurrkuðu burt glimmerið „Nú er í gangi alda hatursfulls áróðurs sem er ýtt áfram af ríkinu og kaþólsku kirkjunni,“ sagði Hubert Sobecki, með-forseti pólsku hinseginsamtakanna Love Does Not Exclude. Skráð voru 32 mótmæli á laugardag og var stór hluti þeirra gegn göngunni.. Gangan endaði fljótt eftir klukkan 5 þegar lögregla beitti mótmælendur hljóðsprengjum og piparspreyi til að leysa upp hópinn. Þá sást til einhverra sem voru í göngunni, hreinsa af sér farða og glimmer og fela regnbogafána og sögðu þau í samtali við CNN að það hafi verið til að reyna að blandast inn í hópinn og komast örugglega út úr miðborginni.
Hinsegin Pólland Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira