Íslenski boltinn

Langþráður sigur Keflvíkinga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eysteinn er þjálfari Keflavíkur.
Eysteinn er þjálfari Keflavíkur. vísir/bára
Keflavík vann mikilvægan og langþráðan sigur í Inkasso-deild karla í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Fram á útivelli.Sigurinn var fyrsti sigur Keflavíkur síðan liðið vann Víking úr Ólafsvík þann 17. júní.Hinn átján árá gamli, Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson, kom Keflavík yfir skömmu fyrir leikhlé og þannig stóðu leikar í hálfleik.Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik jöfnuðu Framarar hins vegar metin og þar var á ferðinni Tiago Manuel Silva Fernandes.Gunnólfur Björgvin var hins vegar ekki hættur en hann tryggði Keflvíkingum sigurinn á 67. mínútu og lokatölur 2-1 sigur Suðurnesjamanna.Keflavík er því í sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig en Fram er sæti ofar með stigi meira eftir þrettán leiki.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.