Íslenski boltinn

Sjáðu Loga skora á móti Val og dramatíkina í markajafnteflum gærkvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Tómasson fagnar jöfnunarmarki sínu í gær.
Logi Tómasson fagnar jöfnunarmarki sínu í gær. Skjámynd/Stöð 2 Sport

Átta mörk voru skoruð í tveimur síðustu leikjum sunnudagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta og nú er hægt að sjá þau öll hér á Vísi sem og mörkin leiknum fyrir norðan.

Það var mikil dramatík á lokamínútunum í leikjum gærkvöldsins en í þeim báðum tryggði lið sér jafntefli í blálokin. Það var einnig jafntefli hjá KA og ÍA á Akureyri.

Almarr Ormarsson tryggði KA 1-1 jafntefli á móti Skagamönnum en Viktor Jónsson hafði komið þeim yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. Skagamenn höfðu komist enn nær toppsætinu með sigri en urðu að sætta sig við að fara heim með bara eitt stig.

Stjörnumenn jöfnuðu metin á móti toppliði KR með marki í uppbótatíma en bæði lið komust yfir í þeim leik. Hilmar Árni Halldórsson tryggði Stjörnunni sigurinn en áður höfðu tveir varamenn búið til mark fyrir KR-liðið.

Víkingar jöfnuðu síðan metin á móti Íslandsmeisturum Vals eftir að hafa lent 2-0 undir í leiknum. Jöfnunarmarkið skoraði góðkunningi Valsmanna, Logi Tómasson, sem skoraði einmitt mjög eftirminnilegt mark í fyrri leiknum.

Jöfnunarmark Víkinga nægði liðinu til að hoppa aftur upp úr fallsæti deildarinnar en jöfnunarmark Stjörnumanna kom í veg fyrir að KR-ingar næðu tíu stiga forskoti á toppnum.

Mörkin úr 1-1 jafntefli KA og ÍA á Akureyri, mörkin úr 2-2 jafntefli Víkinga og Vals í Víkinni og mörkin úr 2-2 jafntefli KR og Stjörnunnar í Vesturbænum má sjá í myndböndunum hér fyrir neðan.


Klippa: Mörkin úr 2-2 jafntefli Víkinga og ValsmannaKlippa: Mörkin úr 2-2 jafntefli KR-inga og StjörnumannaKlippa: Mörkin úr 1-1 jafntefli KA-manna og SkagamannaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.