Hilmar Árni sá til þess að KR-liðið hans Lúkasar Kostic á enn metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 15:30 Luka Kostic, til hægri, þegar hann þjálfaði hjá KSÍ. Mynd/E. Stefán KR-ingar voru ótrúlega nálægt því að vinna níunda deildarleikinn í röð í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gærkvöldi en urðu á endanum að sætt sig við 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni. Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla eftir langt innkast Jóhanns Laxdal á þriðju mínútu í uppbótatíma. KR lenti undir í leiknum en snéri leiknum við með mörkum á 57. og 80. mínútu leiksins. Það fyrra bjuggu varamenn liðsins til en Björgvin Stefánsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Ægi Jarli Jónassyni. KR-liðið hefði með sigri í gærkvöldi átt eitt félagsmetið yfir lengsta sigurgöngu í nútíma deildarkeppni í efstu deild. Það mun aftur á móti deila metinu. KR hafði einnig unnið átta deildarleiki í röð fyrir 23 árum síðar eða undir stjórn Lúkasar Kostic sumarið 1996. KR háði mikið einvígi við Skagamenn um Íslandsmeistaratitilinn það sumar en varð á endanum að sætta sig við silfur eftir 4-1 tap í hreinum úrslitaleik upp á Akranesi í lokaumferðinni. KR vann átta leiki í röð í fyrri umferðinni sumarið 1996 en áttundi sigurinn í röð kom í toppslag á móti ÍA á KR-vellinum. Ríkharður Daðason skoraði eina mark leiksins. Guðmundur Benediktsson fór mikinn í þessari sigurgöngu KR í fyrri umferðinni 1996 og var með 7 mörk og 5 stoðsendingar í þessum átta sigurleikjum í röð. Ríkharður Daðason var einnig með sjö mörk og framherjaparið var því með fjórtán mörk saman í þessum átta leikjum. Út á vinstri vængnum var síðan Einar Þór Daníelsson með sex mörk og fjórar stoðsendingar í þessum átta leikjum. Það var því engin smá ógn í þessum þremur leikmönnum fyrstu mánuði 1996 tímabilsins. Guðmundur meiddist á hné í þessum áttunda sigurleik KR í röð. Hann missti mikið úr og KR-liðið sá á endanum eftir Íslandsmeistaratitlinum til Skagamanna. Óskar Örn Hauksson var atkvæðamestur í sigurgöngu KR-liðsins í sumar en í þessum átta leikjum var hann með fjögur mörk og tvær stoðsendingar. TobiasBendixThomsen var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar alveg eins og Pálmi Rafn Pálmason.Lengstu sigurgöngur KR á einu tímabili í deildinni í nútíma fótbolta (1977-2019): 8 - 1996 (Lúkas Kostic þjálfaði liðið) 8 - 2019 (Rúnar Kristinsson) 7 - 1998 (Atli Eðvaldsson) 7 - 1999 (Atli Eðvaldsson) 7 - 2013 (Rúnar Kristinsson) 6 - 2009 (Logi Ólafsson) 6 - 2010 (Rúnar Kristinsson)Sigurganga KR sumarið 1996 2-1 sigur á Leiftri 27. maí 3-0 sigur á Val 8. júní 5-2 sigur á Breiðabliki 12. júní 2-0 sigur á Fylki 24. júní 4-0 sigur á Grindavík 27. júní 4-0 sigur á ÍBV 7. júlí 4-1 sigur á Stjörnunni 11. júlí 1-0 sigur á ÍA 22. júlíEndaði: 1-1 jafntefli við Keflavík 25. júlíSamantekt: 25 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig +21 í markatölu 2 eins marks sigrar 5 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar - 4 útisigrarSigurganga KR sumarið 2019 3-2 sigur á HK 20. maí 1-0 sigur á Víkingi 25. maí 1-0 sigur á KA 2. júní 3-1 sigur á ÍA 15. júní 3-2 sigur á Val 19. júní 2-1 sigur á FH 23. júní 2-0 sigur á Breiðabliki 1. júlí 2-1 sigur á ÍBV 6. júlíEndaði 2-2 jafntefli við Stjörnuna 21. júlíSamantekt: 17 mörk skoruð 7 mörk fengin á sig +10 í markatölu 6 eins marks sigrar 0 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar -4 útisigrar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
KR-ingar voru ótrúlega nálægt því að vinna níunda deildarleikinn í röð í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gærkvöldi en urðu á endanum að sætt sig við 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni. Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla eftir langt innkast Jóhanns Laxdal á þriðju mínútu í uppbótatíma. KR lenti undir í leiknum en snéri leiknum við með mörkum á 57. og 80. mínútu leiksins. Það fyrra bjuggu varamenn liðsins til en Björgvin Stefánsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Ægi Jarli Jónassyni. KR-liðið hefði með sigri í gærkvöldi átt eitt félagsmetið yfir lengsta sigurgöngu í nútíma deildarkeppni í efstu deild. Það mun aftur á móti deila metinu. KR hafði einnig unnið átta deildarleiki í röð fyrir 23 árum síðar eða undir stjórn Lúkasar Kostic sumarið 1996. KR háði mikið einvígi við Skagamenn um Íslandsmeistaratitilinn það sumar en varð á endanum að sætta sig við silfur eftir 4-1 tap í hreinum úrslitaleik upp á Akranesi í lokaumferðinni. KR vann átta leiki í röð í fyrri umferðinni sumarið 1996 en áttundi sigurinn í röð kom í toppslag á móti ÍA á KR-vellinum. Ríkharður Daðason skoraði eina mark leiksins. Guðmundur Benediktsson fór mikinn í þessari sigurgöngu KR í fyrri umferðinni 1996 og var með 7 mörk og 5 stoðsendingar í þessum átta sigurleikjum í röð. Ríkharður Daðason var einnig með sjö mörk og framherjaparið var því með fjórtán mörk saman í þessum átta leikjum. Út á vinstri vængnum var síðan Einar Þór Daníelsson með sex mörk og fjórar stoðsendingar í þessum átta leikjum. Það var því engin smá ógn í þessum þremur leikmönnum fyrstu mánuði 1996 tímabilsins. Guðmundur meiddist á hné í þessum áttunda sigurleik KR í röð. Hann missti mikið úr og KR-liðið sá á endanum eftir Íslandsmeistaratitlinum til Skagamanna. Óskar Örn Hauksson var atkvæðamestur í sigurgöngu KR-liðsins í sumar en í þessum átta leikjum var hann með fjögur mörk og tvær stoðsendingar. TobiasBendixThomsen var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar alveg eins og Pálmi Rafn Pálmason.Lengstu sigurgöngur KR á einu tímabili í deildinni í nútíma fótbolta (1977-2019): 8 - 1996 (Lúkas Kostic þjálfaði liðið) 8 - 2019 (Rúnar Kristinsson) 7 - 1998 (Atli Eðvaldsson) 7 - 1999 (Atli Eðvaldsson) 7 - 2013 (Rúnar Kristinsson) 6 - 2009 (Logi Ólafsson) 6 - 2010 (Rúnar Kristinsson)Sigurganga KR sumarið 1996 2-1 sigur á Leiftri 27. maí 3-0 sigur á Val 8. júní 5-2 sigur á Breiðabliki 12. júní 2-0 sigur á Fylki 24. júní 4-0 sigur á Grindavík 27. júní 4-0 sigur á ÍBV 7. júlí 4-1 sigur á Stjörnunni 11. júlí 1-0 sigur á ÍA 22. júlíEndaði: 1-1 jafntefli við Keflavík 25. júlíSamantekt: 25 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig +21 í markatölu 2 eins marks sigrar 5 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar - 4 útisigrarSigurganga KR sumarið 2019 3-2 sigur á HK 20. maí 1-0 sigur á Víkingi 25. maí 1-0 sigur á KA 2. júní 3-1 sigur á ÍA 15. júní 3-2 sigur á Val 19. júní 2-1 sigur á FH 23. júní 2-0 sigur á Breiðabliki 1. júlí 2-1 sigur á ÍBV 6. júlíEndaði 2-2 jafntefli við Stjörnuna 21. júlíSamantekt: 17 mörk skoruð 7 mörk fengin á sig +10 í markatölu 6 eins marks sigrar 0 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar -4 útisigrar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira