Ísrael rífur niður palestínsk heimili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 17:52 Ísraelskar öryggissveitir rífa niður hús í austurhluta Jerúsalem. getty/Wisam Hashlamoun Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu NBC. Niðurrifið markar lok áralangrar lagalegrar baráttu yfir byggingunum, sem liggja á borgarmörkunum við Vesturbakkann. Yfirvöld í Ísrael segir húsin hafa verið reist of nálægt aðskilnaðartálmum að Vesturbakkanum. Íbúar segja húsin vera á landi sem tilheyrir Vesturbakkanum og að palestínsk yfirvöld hafi gefið byggingarleyfi fyrir þeim. Hæstiréttur Ísraels dæmdi Ísrael í vil og heimilaði niðurrifið. Ísraelsk vinnuteymi fóru inn í hverfið á einni nóttu og byrjuðu niðurrif húsanna morguninn eftir. Gilad Erdan, almannaöryggisáðherra Ísraels, sagði Hæstarétt hafa dæmt að byggingarnar ólöglegu væru „gríðarleg öryggisógn og gætu veitt sjálfsmorðssprengjumönnum og öðrum hryðjuverkahópum skjól til að fela sig meðal almennings.“ Hann sagði þá sem byggðu hús með fram aðskilnaðartálmunum „taka lögin í sínar eigin hendur.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum bjuggu í kring um 20 manns í byggingunum sem nú væru á vergangi og að um 350 eigendur húsa, sem væri verið að reisa, myndu líka verða fyrir áhrifum vegna dómsins. Hussein al-Sheikh, yfirmaður almenningsmáladeildar palestínskra yfirvalda, sagði niðurrifið glæp og krafðist alþjóðlegs inngrips. Leiðtogar Gaza, kölluðu eftir aukinnar andstöðu við landnámsverkefni Síonista. „Aukning glæpa landnemanna gegn íbúa heilögu borgarinnar er vegna algjörs stuðnings Bandaríkjanna,“ sagði Hazem Qassem, talsmaður Hamas samtakanna, sem fara með stjórn á Gaza. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu NBC. Niðurrifið markar lok áralangrar lagalegrar baráttu yfir byggingunum, sem liggja á borgarmörkunum við Vesturbakkann. Yfirvöld í Ísrael segir húsin hafa verið reist of nálægt aðskilnaðartálmum að Vesturbakkanum. Íbúar segja húsin vera á landi sem tilheyrir Vesturbakkanum og að palestínsk yfirvöld hafi gefið byggingarleyfi fyrir þeim. Hæstiréttur Ísraels dæmdi Ísrael í vil og heimilaði niðurrifið. Ísraelsk vinnuteymi fóru inn í hverfið á einni nóttu og byrjuðu niðurrif húsanna morguninn eftir. Gilad Erdan, almannaöryggisáðherra Ísraels, sagði Hæstarétt hafa dæmt að byggingarnar ólöglegu væru „gríðarleg öryggisógn og gætu veitt sjálfsmorðssprengjumönnum og öðrum hryðjuverkahópum skjól til að fela sig meðal almennings.“ Hann sagði þá sem byggðu hús með fram aðskilnaðartálmunum „taka lögin í sínar eigin hendur.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum bjuggu í kring um 20 manns í byggingunum sem nú væru á vergangi og að um 350 eigendur húsa, sem væri verið að reisa, myndu líka verða fyrir áhrifum vegna dómsins. Hussein al-Sheikh, yfirmaður almenningsmáladeildar palestínskra yfirvalda, sagði niðurrifið glæp og krafðist alþjóðlegs inngrips. Leiðtogar Gaza, kölluðu eftir aukinnar andstöðu við landnámsverkefni Síonista. „Aukning glæpa landnemanna gegn íbúa heilögu borgarinnar er vegna algjörs stuðnings Bandaríkjanna,“ sagði Hazem Qassem, talsmaður Hamas samtakanna, sem fara með stjórn á Gaza.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00