Ísrael rífur niður palestínsk heimili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 17:52 Ísraelskar öryggissveitir rífa niður hús í austurhluta Jerúsalem. getty/Wisam Hashlamoun Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu NBC. Niðurrifið markar lok áralangrar lagalegrar baráttu yfir byggingunum, sem liggja á borgarmörkunum við Vesturbakkann. Yfirvöld í Ísrael segir húsin hafa verið reist of nálægt aðskilnaðartálmum að Vesturbakkanum. Íbúar segja húsin vera á landi sem tilheyrir Vesturbakkanum og að palestínsk yfirvöld hafi gefið byggingarleyfi fyrir þeim. Hæstiréttur Ísraels dæmdi Ísrael í vil og heimilaði niðurrifið. Ísraelsk vinnuteymi fóru inn í hverfið á einni nóttu og byrjuðu niðurrif húsanna morguninn eftir. Gilad Erdan, almannaöryggisáðherra Ísraels, sagði Hæstarétt hafa dæmt að byggingarnar ólöglegu væru „gríðarleg öryggisógn og gætu veitt sjálfsmorðssprengjumönnum og öðrum hryðjuverkahópum skjól til að fela sig meðal almennings.“ Hann sagði þá sem byggðu hús með fram aðskilnaðartálmunum „taka lögin í sínar eigin hendur.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum bjuggu í kring um 20 manns í byggingunum sem nú væru á vergangi og að um 350 eigendur húsa, sem væri verið að reisa, myndu líka verða fyrir áhrifum vegna dómsins. Hussein al-Sheikh, yfirmaður almenningsmáladeildar palestínskra yfirvalda, sagði niðurrifið glæp og krafðist alþjóðlegs inngrips. Leiðtogar Gaza, kölluðu eftir aukinnar andstöðu við landnámsverkefni Síonista. „Aukning glæpa landnemanna gegn íbúa heilögu borgarinnar er vegna algjörs stuðnings Bandaríkjanna,“ sagði Hazem Qassem, talsmaður Hamas samtakanna, sem fara með stjórn á Gaza. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu NBC. Niðurrifið markar lok áralangrar lagalegrar baráttu yfir byggingunum, sem liggja á borgarmörkunum við Vesturbakkann. Yfirvöld í Ísrael segir húsin hafa verið reist of nálægt aðskilnaðartálmum að Vesturbakkanum. Íbúar segja húsin vera á landi sem tilheyrir Vesturbakkanum og að palestínsk yfirvöld hafi gefið byggingarleyfi fyrir þeim. Hæstiréttur Ísraels dæmdi Ísrael í vil og heimilaði niðurrifið. Ísraelsk vinnuteymi fóru inn í hverfið á einni nóttu og byrjuðu niðurrif húsanna morguninn eftir. Gilad Erdan, almannaöryggisáðherra Ísraels, sagði Hæstarétt hafa dæmt að byggingarnar ólöglegu væru „gríðarleg öryggisógn og gætu veitt sjálfsmorðssprengjumönnum og öðrum hryðjuverkahópum skjól til að fela sig meðal almennings.“ Hann sagði þá sem byggðu hús með fram aðskilnaðartálmunum „taka lögin í sínar eigin hendur.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum bjuggu í kring um 20 manns í byggingunum sem nú væru á vergangi og að um 350 eigendur húsa, sem væri verið að reisa, myndu líka verða fyrir áhrifum vegna dómsins. Hussein al-Sheikh, yfirmaður almenningsmáladeildar palestínskra yfirvalda, sagði niðurrifið glæp og krafðist alþjóðlegs inngrips. Leiðtogar Gaza, kölluðu eftir aukinnar andstöðu við landnámsverkefni Síonista. „Aukning glæpa landnemanna gegn íbúa heilögu borgarinnar er vegna algjörs stuðnings Bandaríkjanna,“ sagði Hazem Qassem, talsmaður Hamas samtakanna, sem fara með stjórn á Gaza.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00