Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Stjórnvöld í Íran eiga nú í erfiðum og eldfimum deilum við Vesturlönd. Nordicphotos/AFP Breska ríkisstjórnin lagði í gær til að Evrópuríki myndu vinna saman að því að slá skjaldborg um evrópsk skip á Persaflóa eftir að Íransstjórn kyrrsetti breska olíuflutningaskipið Stena Impero fyrir helgi. Jeremy Hunt utanríkisráðherra sagði að þetta hugsanlega samstarf myndi snúast um að vernda áhafnir og farm gegn „ólöglegum ríkisstuddum sjóránum Írans“. Kyrrsetningin á Stena Impero er einn nýjasti þátturinn í sífellt eldfimari deilu Írans og Vesturlanda. Bretar kyrrsettu íranska olíuflutningaskipið Grace 1 við Gíbraltar fyrr í mánuðinum vegna meintra brota gegn viðskiptabanni. Deilur Írans og Bandaríkjanna eru öllu erfiðari og eiga rætur sínar í því er Donald Trump forseti rifti JCPOA-kjarnorkusamningnum, sem sjö ríki gerðu við Íran um frystingu kjarnorkuáætlunar gegn afléttingu þvingana árið 2015. Þessi samningur, sem Bandaríkin ein hafa rift þótt Íransstjórn dragi nú vissulega úr fylgni við samningsákvæði, sagði Hunt að væri ástæða þess að Bretar vildu frekar fara Evrópuleiðina en að taka þátt í því að auka efnahagsþrýsting svo mjög á Íran líkt og Trump-stjórnin hefur lagt til. Bretar eru áfram aðili að samningnum og hafa reynt, einkum með Frökkum og Þjóðverjum, að halda Írönum við samningsákvæðin. Það hefur ekki borið árangur og finnst Írönum Evrópuríkin ekki gera nóg til að skýla þeim fyrir nýjum, bandarískum þvingunum. Hunt sagði aukinheldur að Bretar hafi hafnað því að Bandaríkin leiddu verndarverkefnið á Persaflóa. Sagði hann það gert í von um að sem flest ríki tækju þátt og gaf samkvæmt The Guardian þannig í skyn að ýmis Evrópuríki myndu ekki vilja taka þátt ef Bandaríkin væru við stýrið. Ali Rabiei, upplýsingafulltrúi Íransstjórnar, sagði kyrrsetninguna eðlilegt svar. „Þegar þið kyrrsetjið skip ólöglega í Gíbraltar finnst okkur ekki nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi á móti. Sum ríki hafa kallað eftir tafarlausri lausn breska skipsins. Við förum fram á að þessi ríki biðji um hið sama fyrir okkar skip.“Meintir dauðadómar Íransstjórn sagði frá því í gær að sautján njósnarar, úr röðum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi verið handteknir og sumir hverjir dæmdir til dauða. Upplýsingamálaráðuneyti landsins sagði, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, hina meintu njósnara hafa sankað að sér upplýsingum um meðal annars varnar- og kjarnorkumál. Þetta er, samkvæmt Donald Trump Bandaríkjaforseta, helber lygi. „Fregnir af því að Íran hafi handsamað CIA-njósnara eru algjörlega falskar. Núll sannleikur. Bara fleiri lygar og meiri áróður í boði ofsatrúaðrar ógnarstjórnar sem hefur mistekist algjörlega og hefur enga hugmynd um hvað skal gera. Hagkerfið þeirra er dautt og mun versna enn frekar. Íran er í algjöru rugli,“ tísti forsetinn. Samkvæmt Írönum eiga njósnararnir sautján að vera íranskir ríkisborgarar, starfsmenn hers og kjarnorkuvera og ótengdir innbyrðis. „Við höfum borið kennsl á bandaríska og erlenda njósnara á viðkvæmum svæðum og afhent þá dómskerfinu. Landsmenn verða upplýstir um gang mála í heimildarmynd,“ sagði Mahmoud Alavi upplýsingamálaráðherra á sunnudag. Heimildarmyndin var svo sýnt á Press TV í fyrrinótt þar sem greint var frá því að Íranar hafi náð að komast inn í samskipti hinna meintu njósnara. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Breska ríkisstjórnin lagði í gær til að Evrópuríki myndu vinna saman að því að slá skjaldborg um evrópsk skip á Persaflóa eftir að Íransstjórn kyrrsetti breska olíuflutningaskipið Stena Impero fyrir helgi. Jeremy Hunt utanríkisráðherra sagði að þetta hugsanlega samstarf myndi snúast um að vernda áhafnir og farm gegn „ólöglegum ríkisstuddum sjóránum Írans“. Kyrrsetningin á Stena Impero er einn nýjasti þátturinn í sífellt eldfimari deilu Írans og Vesturlanda. Bretar kyrrsettu íranska olíuflutningaskipið Grace 1 við Gíbraltar fyrr í mánuðinum vegna meintra brota gegn viðskiptabanni. Deilur Írans og Bandaríkjanna eru öllu erfiðari og eiga rætur sínar í því er Donald Trump forseti rifti JCPOA-kjarnorkusamningnum, sem sjö ríki gerðu við Íran um frystingu kjarnorkuáætlunar gegn afléttingu þvingana árið 2015. Þessi samningur, sem Bandaríkin ein hafa rift þótt Íransstjórn dragi nú vissulega úr fylgni við samningsákvæði, sagði Hunt að væri ástæða þess að Bretar vildu frekar fara Evrópuleiðina en að taka þátt í því að auka efnahagsþrýsting svo mjög á Íran líkt og Trump-stjórnin hefur lagt til. Bretar eru áfram aðili að samningnum og hafa reynt, einkum með Frökkum og Þjóðverjum, að halda Írönum við samningsákvæðin. Það hefur ekki borið árangur og finnst Írönum Evrópuríkin ekki gera nóg til að skýla þeim fyrir nýjum, bandarískum þvingunum. Hunt sagði aukinheldur að Bretar hafi hafnað því að Bandaríkin leiddu verndarverkefnið á Persaflóa. Sagði hann það gert í von um að sem flest ríki tækju þátt og gaf samkvæmt The Guardian þannig í skyn að ýmis Evrópuríki myndu ekki vilja taka þátt ef Bandaríkin væru við stýrið. Ali Rabiei, upplýsingafulltrúi Íransstjórnar, sagði kyrrsetninguna eðlilegt svar. „Þegar þið kyrrsetjið skip ólöglega í Gíbraltar finnst okkur ekki nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi á móti. Sum ríki hafa kallað eftir tafarlausri lausn breska skipsins. Við förum fram á að þessi ríki biðji um hið sama fyrir okkar skip.“Meintir dauðadómar Íransstjórn sagði frá því í gær að sautján njósnarar, úr röðum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi verið handteknir og sumir hverjir dæmdir til dauða. Upplýsingamálaráðuneyti landsins sagði, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, hina meintu njósnara hafa sankað að sér upplýsingum um meðal annars varnar- og kjarnorkumál. Þetta er, samkvæmt Donald Trump Bandaríkjaforseta, helber lygi. „Fregnir af því að Íran hafi handsamað CIA-njósnara eru algjörlega falskar. Núll sannleikur. Bara fleiri lygar og meiri áróður í boði ofsatrúaðrar ógnarstjórnar sem hefur mistekist algjörlega og hefur enga hugmynd um hvað skal gera. Hagkerfið þeirra er dautt og mun versna enn frekar. Íran er í algjöru rugli,“ tísti forsetinn. Samkvæmt Írönum eiga njósnararnir sautján að vera íranskir ríkisborgarar, starfsmenn hers og kjarnorkuvera og ótengdir innbyrðis. „Við höfum borið kennsl á bandaríska og erlenda njósnara á viðkvæmum svæðum og afhent þá dómskerfinu. Landsmenn verða upplýstir um gang mála í heimildarmynd,“ sagði Mahmoud Alavi upplýsingamálaráðherra á sunnudag. Heimildarmyndin var svo sýnt á Press TV í fyrrinótt þar sem greint var frá því að Íranar hafi náð að komast inn í samskipti hinna meintu njósnara.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19
Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15
Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00