Hvalshræin á Löngufjörum verða ekki fjarlægð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 21:00 Teymi á vegum Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnunar flaug í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Löngufjörur þar sem 49 hvali rak á land. Tekin voru sýni úr hvölunum sem nú eru til rannsóknar, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Að óbreyttu verða hvalirnir ekki fjarlægðir, samkvæmt sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ferðina hafa verið farna þar sem ólík sjónarmið um hvort eitthvað eigi að aðhafast um málið hafi komið fram. „Sumir sögðu að þetta væri algjörlega úr alfaraleið og að hvalirnir mættu bara vera þar sem þeir eru, en við höfðum líka fengið beiðnir um að við hlutuðumst til um að þeir yrðu fjarlægðir,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að strangt til tekið væri það á ábyrgð landeigenda á svæðinu að sjá til þess að hvalirnir yrðu fjarlægðir, ef þeim þá hugnaðist það, en Landhelgisgæslan hafi boðist til þess að fljúga leiðangrinum í einni af þyrlum sínum.Langt frá alfaraleið „Okkar mat er að þetta er það langt í burtu frá alfaraleið að það er langbest að láta hvalhræin vera þar sem þau eru og leyfa bara náttúrunni að sjá um það sem koma skal.“ Hann segir nokkur dýranna hafa verið nokkuð grafin í fjörunni og telur ekki langt þangað til meirihluta dýranna verður alfarið kominn í sandinn. Gunnar segist áætla að af 49 hvölum hafi sex þeirra verið kálfar. Hafrannsóknarstofnun vann nokkra rannsóknarvinnu á svæðinu en meðal annars voru tekin sýni í erfðafræðilegum tilgangi, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Sýni voru tekin úr um tíu hvölum. Gunnar segir staðsetningu hvalrekans vart geta hafa verið heppilegri. Staðsetningin sé úr alfaraleið og náttúruöflin verði fljót að sjá um hræin. „Við fengum yfirflug yfir svæðið og ég fékk það strax á tilfinninguna að úr því að þetta óhapp gerðist, þá gat það ekki komið á hentugri stað en þarna,“ segir Gunnar. Jafnframt segir hann svæðið erfitt yfirferðar. Erfitt sé að komast að svæðinu öðruvísi en á vel búnum bíl, nú eða þá á hestbaki. Eins þurfi fólk að hafa varann á ætli það sér að komast fótgangandi á staðinn.Einstakur fjöldi en engu að síður verða hræin ekki færð „Það einstaka við þetta er fjöldinn. Hefði þetta verið einn stakur hvalur hefði enginn gert neitt, en þar sem þetta er nokkur fjöldi þarf að horfa á þetta með öðrum augum. Hvalirnir eru farnir að rotna og það er komin lykt, hún er bara í þeirri vindátt sem blæs.“ Gunnar segir að þrátt fyrir ábendingar um að fjarlægja þyrfti hvalina hafi opinberum aðilum borið saman um að best væri að aðhafast ekkert með tilliti til flutnings hræjanna. „Lögreglan og Heilbrigðiseftirlitið lögðu sitt mat á þetta, eins og Borgarbyggð, og allir sögðu að best væri að láta þetta vera eins og þetta er.“ Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Teymi á vegum Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnunar flaug í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Löngufjörur þar sem 49 hvali rak á land. Tekin voru sýni úr hvölunum sem nú eru til rannsóknar, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Að óbreyttu verða hvalirnir ekki fjarlægðir, samkvæmt sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ferðina hafa verið farna þar sem ólík sjónarmið um hvort eitthvað eigi að aðhafast um málið hafi komið fram. „Sumir sögðu að þetta væri algjörlega úr alfaraleið og að hvalirnir mættu bara vera þar sem þeir eru, en við höfðum líka fengið beiðnir um að við hlutuðumst til um að þeir yrðu fjarlægðir,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að strangt til tekið væri það á ábyrgð landeigenda á svæðinu að sjá til þess að hvalirnir yrðu fjarlægðir, ef þeim þá hugnaðist það, en Landhelgisgæslan hafi boðist til þess að fljúga leiðangrinum í einni af þyrlum sínum.Langt frá alfaraleið „Okkar mat er að þetta er það langt í burtu frá alfaraleið að það er langbest að láta hvalhræin vera þar sem þau eru og leyfa bara náttúrunni að sjá um það sem koma skal.“ Hann segir nokkur dýranna hafa verið nokkuð grafin í fjörunni og telur ekki langt þangað til meirihluta dýranna verður alfarið kominn í sandinn. Gunnar segist áætla að af 49 hvölum hafi sex þeirra verið kálfar. Hafrannsóknarstofnun vann nokkra rannsóknarvinnu á svæðinu en meðal annars voru tekin sýni í erfðafræðilegum tilgangi, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Sýni voru tekin úr um tíu hvölum. Gunnar segir staðsetningu hvalrekans vart geta hafa verið heppilegri. Staðsetningin sé úr alfaraleið og náttúruöflin verði fljót að sjá um hræin. „Við fengum yfirflug yfir svæðið og ég fékk það strax á tilfinninguna að úr því að þetta óhapp gerðist, þá gat það ekki komið á hentugri stað en þarna,“ segir Gunnar. Jafnframt segir hann svæðið erfitt yfirferðar. Erfitt sé að komast að svæðinu öðruvísi en á vel búnum bíl, nú eða þá á hestbaki. Eins þurfi fólk að hafa varann á ætli það sér að komast fótgangandi á staðinn.Einstakur fjöldi en engu að síður verða hræin ekki færð „Það einstaka við þetta er fjöldinn. Hefði þetta verið einn stakur hvalur hefði enginn gert neitt, en þar sem þetta er nokkur fjöldi þarf að horfa á þetta með öðrum augum. Hvalirnir eru farnir að rotna og það er komin lykt, hún er bara í þeirri vindátt sem blæs.“ Gunnar segir að þrátt fyrir ábendingar um að fjarlægja þyrfti hvalina hafi opinberum aðilum borið saman um að best væri að aðhafast ekkert með tilliti til flutnings hræjanna. „Lögreglan og Heilbrigðiseftirlitið lögðu sitt mat á þetta, eins og Borgarbyggð, og allir sögðu að best væri að láta þetta vera eins og þetta er.“
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?