Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 12:08 Talið er að um fimmtíu grindhvali hafi rekið á land við Löngufjörur á Snæfellsnesi í gær. Mynd/David Scwarzhan Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. Við svo búið hyggjast hvorki Umhverfisstofnun né Hafrannsóknastofnun aðhafast nokkuð vegna hvalrekans en ferðamenn sem fundu dýrin í gær töldu um fimmtíu grindhvali á svæðinu. Það voru bandarískir ferðamenn sem fyrst sáu grindhvalina úr þyrlu um tvöleytið í gær í Löngufjörum á Snæfellsnesi, í landi Litla-Hrauns. Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters sagði í samtali við Vísi í gær að þau hefðu talið um það bil fimmtíu grindhvali í fjörunni. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur að með tilliti til fjölda dýranna sé þetta einn stærsti hvalrekinn í um þrjá áratugi. „Það stærsta nýlega var í Þorlákshöfn ´86 þegar 148 hvalir drápust. Síðan á Rifi á Snæfellsnesi 1982 þegar 280 grindhvalir strönduðu en reyndar tókst að bjarga þeim flestum nema 38. Svo höfum við nokkur nýlegri dæmi þar sem það hafa verið kannski tíu, tuttugu hvalir sem hafa drepist,“ segir Gísli. Að svo stöddu hyggst Hafrannsóknastofnun ekki taka sýni eða kanna aðstæður, enda erfitt að komast að svæðinu frá landi og flest bendir til að dýrin séu þegar dauð. Sama á við hjá Umhverfisstofnun, að sögn Gunnars Alexanders Ólafssonar, sérfræðings hjá stofnuninni. „Við höfum fengið góða og staðgóða lýsingu á staðháttum og við teljum að við höfum þær upplýsingar fyrir framan okkur sem við þurfum. Þannig að nei, ég svara því neitandi, þetta er ekki í alfaraleið, þetta er dálítið frá þannig að við teljum að þær upplýsingar sem við höfum kalli ekki á það,“ segir Gunnar. Næstu skref, ef einhver verða, séu á ábyrgð landeigenda. „Það er á ábyrgð þeirra að bregðast við og hvort þeir telji hreinlega að það þurfi að bregðast við. Eftir því sem mínar upplýsingar segja til um þá er þetta ekki í alfaraleið þannig að ef þetta er ekki að valda neinu ónæði eða óþægindum fyrir nágrenni þá held ég að fyrsta valið sé að láta bara náttúruna sjá um þetta,“ segir Gunnar. Borgarbyggð Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. Við svo búið hyggjast hvorki Umhverfisstofnun né Hafrannsóknastofnun aðhafast nokkuð vegna hvalrekans en ferðamenn sem fundu dýrin í gær töldu um fimmtíu grindhvali á svæðinu. Það voru bandarískir ferðamenn sem fyrst sáu grindhvalina úr þyrlu um tvöleytið í gær í Löngufjörum á Snæfellsnesi, í landi Litla-Hrauns. Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters sagði í samtali við Vísi í gær að þau hefðu talið um það bil fimmtíu grindhvali í fjörunni. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur að með tilliti til fjölda dýranna sé þetta einn stærsti hvalrekinn í um þrjá áratugi. „Það stærsta nýlega var í Þorlákshöfn ´86 þegar 148 hvalir drápust. Síðan á Rifi á Snæfellsnesi 1982 þegar 280 grindhvalir strönduðu en reyndar tókst að bjarga þeim flestum nema 38. Svo höfum við nokkur nýlegri dæmi þar sem það hafa verið kannski tíu, tuttugu hvalir sem hafa drepist,“ segir Gísli. Að svo stöddu hyggst Hafrannsóknastofnun ekki taka sýni eða kanna aðstæður, enda erfitt að komast að svæðinu frá landi og flest bendir til að dýrin séu þegar dauð. Sama á við hjá Umhverfisstofnun, að sögn Gunnars Alexanders Ólafssonar, sérfræðings hjá stofnuninni. „Við höfum fengið góða og staðgóða lýsingu á staðháttum og við teljum að við höfum þær upplýsingar fyrir framan okkur sem við þurfum. Þannig að nei, ég svara því neitandi, þetta er ekki í alfaraleið, þetta er dálítið frá þannig að við teljum að þær upplýsingar sem við höfum kalli ekki á það,“ segir Gunnar. Næstu skref, ef einhver verða, séu á ábyrgð landeigenda. „Það er á ábyrgð þeirra að bregðast við og hvort þeir telji hreinlega að það þurfi að bregðast við. Eftir því sem mínar upplýsingar segja til um þá er þetta ekki í alfaraleið þannig að ef þetta er ekki að valda neinu ónæði eða óþægindum fyrir nágrenni þá held ég að fyrsta valið sé að láta bara náttúruna sjá um þetta,“ segir Gunnar.
Borgarbyggð Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20