Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:12 Hvalirnir hafa að öllum líkindum legið dauðir í fjörunni í nokkurn tíma. Mynd/David Scwarzhan Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. Hvalirnir hafi ekki strandað viljandi í fjörunni heldur eigi skýringin líklega rætur í umhverfinu eða jafnvel fjölskyldumynstri hvalanna.Aldrei einn hvalur heldur hópurinn Þyrluflugmaður ásamt bandarískum ferðamönnum kom að hvölunum í Löngufjörum í dag en um er að ræða tugi dýra. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir í samtali við Vísi að grindhvalir haldi sig í stórum og þéttum hópum. „Þeir yfirgefa ekki hópmeðlimi svo glatt og því síður ef þetta eru dýr sem stýra hópnum. Svo ef þau dýr veikjast eða villast þá eru líkur á því að hópurinn fylgir með. Ef grindhval rekur á land þá er það aldrei einn hvalur heldur hópurinn.“Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur.Mynd/Stöð 2Botngerðin afar óhentug Þá segir Edda að ákveðnar umhverfisaðstæður auki líkur á því að hvalirnir lendi í ógöngum. Slíkar aðstæður virðist fyrir hendi í Löngufjörum, þ.e. svæðið sé einkar óhentugt fyrir grindhvali og aðra djúpköfunarhvali sem fara nálægt landi. „Þetta er enn stór ráðgáta, af hverju þetta gerist svona oft hjá þessari tegund. Þetta eru útsjávarhvalir en þeir eru á flakki og miklum ferðum og fara stundum nær ströndinni þar sem sjávarfallastraumur er sterkur. Þá er kannski sterkur vindur sem stendur af sjó og þá eru meiri líkur á að þeir álpist nær ströndinni, ef botngerð er þannig að það er aflíðandi sandbotn, og strandi frekar,“ segir Edda. „Það er ólíklegt að þeir séu að stranda viljandi eins og stundum er fjallað um, að þeir finni sér stað til að deyja.“ Nýtt kvendýr kannski nýtekið við Þá hafi fjölskyldumynstur hvalanna mögulega eitthvað að segja um örlög þeirra. „Þetta er mikil goggunarröð í hópunum sem er yfirleitt stýrt af elstu kvendýrunum. Kannski hefur elsta kvendýrið nýlega fallið frá og einhver nýr tekið við hópnum. Þannig að það er ýmislegt sem getur gert það að verkum að þeir taki jafnvel ranga ákvörðun,“ segir Edda.Talið er að hvalirnir séu um fimmtíu talsins.Mynd/David ScwarzhanHún bendir enn fremur á að stærð hópsins sem rak á land, um fimmtíu hvalir, sé ekki óeðlileg. „Þar gætu verið margar smærri fjölskyldueiningar saman, og oft eru þær skyldar sín á milli. Ef um er að ræða grindhvali þá er ekkert óeðlilegt að þeir séu svona margir.“Tengist mögulega loftslagsbreytingum Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem grindhvalir stranda við fjörur Íslands. Edda minnist þess að þetta sé a.m.k. þriðja árið í röð sem hún hefur verið fengin í viðtal vegna grindhvala en þeir eiga náttúruleg heimkynni vestur af Snæfellsnesi. „Mögulega er þéttleiki þeirra eitthvað að aukast á þessu svæði. Það eru miklar breytingar á útbreiðslu hvala í sjónum í dag, sem við tengjum að miklu leyti við loftslagsbreytingar.“ Mjög ólíklegt að þeir hafi lifað af David Scwarzhan þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters, sem tók myndir af hvölunum í dag, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hvalirnir væru líklega allir dauðir. Edda segir að verkferlar séu ekki mjög skýrir þegar kemur að því að farga hvalshræjum. „Oft eru þau tekin upp og færð eitthvert annað og grafin. Stundum er farið með þau út á sjó og þeim er sökkt,“ segir Edda. Afar ólíklegt sé að nokkur hvalanna í Löngufjörum sé á lífi. „Þegar dýr eru búin að vera lengi á þurru landi og langt í að það falli aftur að þá er oft ólíklegt að þau lifi það af, sérstaklega ef þau liggja í sólinni og bakast. Aðstæður þarna voru mjög slæmar þannig að það er mjög ólíklegt að nokkur lifi það af og ef svo væri hefði þurft að aflífa.“ Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. Hvalirnir hafi ekki strandað viljandi í fjörunni heldur eigi skýringin líklega rætur í umhverfinu eða jafnvel fjölskyldumynstri hvalanna.Aldrei einn hvalur heldur hópurinn Þyrluflugmaður ásamt bandarískum ferðamönnum kom að hvölunum í Löngufjörum í dag en um er að ræða tugi dýra. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir í samtali við Vísi að grindhvalir haldi sig í stórum og þéttum hópum. „Þeir yfirgefa ekki hópmeðlimi svo glatt og því síður ef þetta eru dýr sem stýra hópnum. Svo ef þau dýr veikjast eða villast þá eru líkur á því að hópurinn fylgir með. Ef grindhval rekur á land þá er það aldrei einn hvalur heldur hópurinn.“Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur.Mynd/Stöð 2Botngerðin afar óhentug Þá segir Edda að ákveðnar umhverfisaðstæður auki líkur á því að hvalirnir lendi í ógöngum. Slíkar aðstæður virðist fyrir hendi í Löngufjörum, þ.e. svæðið sé einkar óhentugt fyrir grindhvali og aðra djúpköfunarhvali sem fara nálægt landi. „Þetta er enn stór ráðgáta, af hverju þetta gerist svona oft hjá þessari tegund. Þetta eru útsjávarhvalir en þeir eru á flakki og miklum ferðum og fara stundum nær ströndinni þar sem sjávarfallastraumur er sterkur. Þá er kannski sterkur vindur sem stendur af sjó og þá eru meiri líkur á að þeir álpist nær ströndinni, ef botngerð er þannig að það er aflíðandi sandbotn, og strandi frekar,“ segir Edda. „Það er ólíklegt að þeir séu að stranda viljandi eins og stundum er fjallað um, að þeir finni sér stað til að deyja.“ Nýtt kvendýr kannski nýtekið við Þá hafi fjölskyldumynstur hvalanna mögulega eitthvað að segja um örlög þeirra. „Þetta er mikil goggunarröð í hópunum sem er yfirleitt stýrt af elstu kvendýrunum. Kannski hefur elsta kvendýrið nýlega fallið frá og einhver nýr tekið við hópnum. Þannig að það er ýmislegt sem getur gert það að verkum að þeir taki jafnvel ranga ákvörðun,“ segir Edda.Talið er að hvalirnir séu um fimmtíu talsins.Mynd/David ScwarzhanHún bendir enn fremur á að stærð hópsins sem rak á land, um fimmtíu hvalir, sé ekki óeðlileg. „Þar gætu verið margar smærri fjölskyldueiningar saman, og oft eru þær skyldar sín á milli. Ef um er að ræða grindhvali þá er ekkert óeðlilegt að þeir séu svona margir.“Tengist mögulega loftslagsbreytingum Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem grindhvalir stranda við fjörur Íslands. Edda minnist þess að þetta sé a.m.k. þriðja árið í röð sem hún hefur verið fengin í viðtal vegna grindhvala en þeir eiga náttúruleg heimkynni vestur af Snæfellsnesi. „Mögulega er þéttleiki þeirra eitthvað að aukast á þessu svæði. Það eru miklar breytingar á útbreiðslu hvala í sjónum í dag, sem við tengjum að miklu leyti við loftslagsbreytingar.“ Mjög ólíklegt að þeir hafi lifað af David Scwarzhan þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters, sem tók myndir af hvölunum í dag, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hvalirnir væru líklega allir dauðir. Edda segir að verkferlar séu ekki mjög skýrir þegar kemur að því að farga hvalshræjum. „Oft eru þau tekin upp og færð eitthvert annað og grafin. Stundum er farið með þau út á sjó og þeim er sökkt,“ segir Edda. Afar ólíklegt sé að nokkur hvalanna í Löngufjörum sé á lífi. „Þegar dýr eru búin að vera lengi á þurru landi og langt í að það falli aftur að þá er oft ólíklegt að þau lifi það af, sérstaklega ef þau liggja í sólinni og bakast. Aðstæður þarna voru mjög slæmar þannig að það er mjög ólíklegt að nokkur lifi það af og ef svo væri hefði þurft að aflífa.“
Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20