Innlent

Handtekinn vegna húsbrots og hótana í Kópavogi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alls voru 65 mál skráð hjá lögreglu frá því klukkan fimm í gær og þar til klukkan fimm í morgun.
Alls voru 65 mál skráð hjá lögreglu frá því klukkan fimm í gær og þar til klukkan fimm í morgun. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann klukkan þrjú í nótt þar sem hann hafði brotist inn í hús í Kópavogi. Maðurinn er grunaður um hótanir, auk húsbrotsins. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 

Um klukkan hálf fimm í morgun var lögreglu tilkynnt um húsbrot og þjófnað úr hótelherbergi í Hlíðunum í Reykjavík. Lögreglumenn voru enn á vettvangi þegar skeyti lögreglu var sent út í morgun og því var ekki að hafa frekari upplýsingar um málið.

Þá handtók lögregla þrjá einstaklinga í annarlegu ástandi í gærkvöldi og í nótt, einn í Fossvogi, annan í Hlíðunum og þann þriðja í miðbænum. Fólkið var allt vistað í fangageymslu sökum ástands. Einnig stöðvaði lögregla nokkra ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Frá klukkan fimm í gær og þangað til fimm í morgun voru 65 skráð hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru sex einstaklingar vistaðir í fangageymslu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.