Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 12:00 Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir fólk slegið yfir flugslysinu í gær og tíðum flugslysum undanfarið. Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli í gær eftir að tveggja sæta flugvél sem hann flaug skall til jarðar í flugtaki. Lögreglu var tilkynnt um slysið um tuttugu mínútum yfir tvö og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi í gær að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Mikill viðbúnaður var á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er rannsókn á tildrögum slyssins komin vel á veg og lauk henni á vettvangi seint í nótt en flugvélin hafi verið heimasmíðuð. Ekkert verður gefið út um tildrög slyssins að svo stöddu. Annað flugslysið á tveimur dögum Þetta var annað flugslysið á Haukadalsflugvelli tveimur dögum en á föstudaginn hlekktist flugvél þar á í lendingu og stöðvaðist á hvolfi á jörðu niðri. Flugmaðurinn var einn í vélinni og varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir slysin ekki hafa neitt með völlinn að gera. „Það að það skuli vera tvisvar á sama vellinum hefur ekkert með völlinn að gera, völlurinn er fínn og mikið notaður af einkaflugmönnum. Þannig að það er algjör tilviljun að þetta gerist á sama flugvellinum. Ég hef oft flogið þarna og lent. Þetta er bara flugvöllur sem er í einkaeigu, mjög vel við haldið og mjög góður völlur,“ segir Ágúst. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. „Það gekk allt bara mjög vel fimm manna áfallateymi frá Suðurlandi fór af svæðinu um hálf tíu í gærkvöldi. Þau reyndu að spjalla við sem flesta sem að óskuðu eftir því,“ segir Aðalheiður. Hún segir að fólk geti haft samband við Rauða krossinn ef þörf sé á því stundum komi áfallið eftir á og minnir á símann 1717. „Manni líður kannski mjög illa og það er mikilvægt að vita að það er eðlilegt að líða þannig og svo getur fólki líka fundið ekki neitt og það getur líka verið óþægilegt og því mikilvægt að spjalla líka um það,“ segir Aðalheiður. Þetta er sjötta flugslysið á landinu á tveimur mánuðum og annað banaslysið en þrír létust í flugslysi í Múlakoti í júní og tveir slösuðust þar alvarlega. Ágúst Guðmundsson segir fólk slegið. „Þetta er mjög sorglegt allt saman. Það er mjög sjaldan sem að við sjáum banaslys á Íslandi og að sjá tvö banaslys með svona stuttu millibili er bara afar sorglegt. Öryggið í fararbroddi Hann segir að Flugmálafélagið leggi mikla áherslu á öryggismál flugmanna. „Við höfum verið að bæta öryggi og fræðslu sem mest flugmálafélagið hefur verið í fararbroddi þar. Það þarf að ýta flugmálum áfram og bæta öryggi,“ segir Ágúst. Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00 Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08 Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli í gær eftir að tveggja sæta flugvél sem hann flaug skall til jarðar í flugtaki. Lögreglu var tilkynnt um slysið um tuttugu mínútum yfir tvö og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi í gær að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Mikill viðbúnaður var á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er rannsókn á tildrögum slyssins komin vel á veg og lauk henni á vettvangi seint í nótt en flugvélin hafi verið heimasmíðuð. Ekkert verður gefið út um tildrög slyssins að svo stöddu. Annað flugslysið á tveimur dögum Þetta var annað flugslysið á Haukadalsflugvelli tveimur dögum en á föstudaginn hlekktist flugvél þar á í lendingu og stöðvaðist á hvolfi á jörðu niðri. Flugmaðurinn var einn í vélinni og varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir slysin ekki hafa neitt með völlinn að gera. „Það að það skuli vera tvisvar á sama vellinum hefur ekkert með völlinn að gera, völlurinn er fínn og mikið notaður af einkaflugmönnum. Þannig að það er algjör tilviljun að þetta gerist á sama flugvellinum. Ég hef oft flogið þarna og lent. Þetta er bara flugvöllur sem er í einkaeigu, mjög vel við haldið og mjög góður völlur,“ segir Ágúst. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. „Það gekk allt bara mjög vel fimm manna áfallateymi frá Suðurlandi fór af svæðinu um hálf tíu í gærkvöldi. Þau reyndu að spjalla við sem flesta sem að óskuðu eftir því,“ segir Aðalheiður. Hún segir að fólk geti haft samband við Rauða krossinn ef þörf sé á því stundum komi áfallið eftir á og minnir á símann 1717. „Manni líður kannski mjög illa og það er mikilvægt að vita að það er eðlilegt að líða þannig og svo getur fólki líka fundið ekki neitt og það getur líka verið óþægilegt og því mikilvægt að spjalla líka um það,“ segir Aðalheiður. Þetta er sjötta flugslysið á landinu á tveimur mánuðum og annað banaslysið en þrír létust í flugslysi í Múlakoti í júní og tveir slösuðust þar alvarlega. Ágúst Guðmundsson segir fólk slegið. „Þetta er mjög sorglegt allt saman. Það er mjög sjaldan sem að við sjáum banaslys á Íslandi og að sjá tvö banaslys með svona stuttu millibili er bara afar sorglegt. Öryggið í fararbroddi Hann segir að Flugmálafélagið leggi mikla áherslu á öryggismál flugmanna. „Við höfum verið að bæta öryggi og fræðslu sem mest flugmálafélagið hefur verið í fararbroddi þar. Það þarf að ýta flugmálum áfram og bæta öryggi,“ segir Ágúst.
Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00 Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08 Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00
Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08
Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52