Lávarðar hætta í flokknum vegna meints gyðingahaturs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júlí 2019 06:30 Valdatíð Jeremys Corbyn hjá Verkamannaflokknum hefur einkennst af illdeilum flokksmanna. Nordicphotos/AFP Þrír þingmenn Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins hættu í flokknum í gær vegna óánægju með það hvernig flokkurinn hefur tekið á meintri andúð í garð gyðinga í röðum flokksmanna. Flokkurinn hefur logað í illdeilum undanfarin misseri vegna hins meinta gyðingahaturs. Samkvæmt frétt Sunday Times frá því í apríl hafa flokknum borist 863 kvartanir um meinta gyðingaandúð flokksmanna, þar með taldir eru kjörnir fulltrúar. Sé litið til kjörinna fulltrúa má nefna brottrekstur þingmannsins Naz Shah. Hún stakk meðal annars upp á því á Twitter að Ísraelsríki yrði flutt til Bandaríkjanna en var tekin aftur inn í flokkinn eftir að hún baðst afsökunar. Chris Williamson, annar þingmaður, fékk reisupassann eftir að hann sagði gyðingaandúðarvanda flokksins ýktan og að flokkurinn reyndi um of að þóknast gagnrýnendum. Þá má nefna úrsögn Kens Livingstone, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, eftir að hann sagði Adolf Hitler einn þeirra sem hefðu beitt sér fyrir að gyðingar fengju land í Mið-Austurlöndum. Deilan snýst að miklu leyti um afstöðuna gagnvart Ísraelsríki. Corbyn hefur um áratugaskeið talað fyrir frelsi palestínsku þjóðarinnar og með formennsku hans hafa fleiri á sömu skoðun tekið aukinn þátt í flokksstarfinu. Þar á meðal fólk sem ýmsum breskum gyðingum þykir ganga of langt í gagnrýni sinni á Ísrael. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) telst það til gyðingaandúðar að „neita gyðingum um sjálfsákvörðunarréttinn“ eða láta alla gyðinga svara fyrir gjörðir Ísraelsríkis. Þegar Verkamannaflokkurinn innleiddi skilgreiningu á gyðingaandúð inn í verklagsreglur sínar í júlí 2018 mátti greina óánægju með að skilgreining IHRA hafi ekki verið innleidd að fullu. Meðal annars var ákvæðum um að það teldist gyðingaandúð að saka gyðinga um að vera hollari Ísrael en heimalandi sínu eða að bera meiri væntingar til Ísraels en annarra ríkja sleppt. Svo fór síðar á árinu að skilgreiningin var innleidd að fullu en með þeirri viðbót að hún hamlaði ekki „tjáningarfrelsi í umræðu um Ísrael né réttindum Palestínumanna“. Corbyn hefur gengið illa að kveða niður illdeilurnar þótt hann hafi ítrekað sagt að gyðingahatarar séu óvelkomnir innan flokksins. Sjálfur hefur hann ítrekað komið sér í klandur. Meðal annars með því að lýsa palestínsku Hamas-samtökunum sem „vinum“ en Bretar flokka hernaðararm Hamas, Izz ad-Din al-Qassam sveitirnar, meðal hryðjuverkasamtaka. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur fyrir að sækja athöfn í Túnis þar sem mannanna á bak við morðin á 11 ísraelskum ólympíuförum á að hafa verið minnst. Corbyn hefur hafnað þeim ásökunum. Þeir þrír sem sögðu sig úr flokknum í gær, Triesman, Turnberg og Darzi lávarðar, voru ómyrkir í máli. „Því miður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það má finna rótgróna gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Leiðtogi flokksins og hans innsti hringur hafa sýnt gyðingaandúð og ekki tekið neina rétta ákvörðun í baráttunni gegn þessu vandamáli,“ sagði Triesman til að mynda. Flokkurinn neitaði þessum ásökunum í yfirlýsingu. „Verkamannaflokkurinn er að öllu leyti andsnúinn gyðingaandúð og staðráðinn í því að uppræta þetta mein.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Þrír þingmenn Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins hættu í flokknum í gær vegna óánægju með það hvernig flokkurinn hefur tekið á meintri andúð í garð gyðinga í röðum flokksmanna. Flokkurinn hefur logað í illdeilum undanfarin misseri vegna hins meinta gyðingahaturs. Samkvæmt frétt Sunday Times frá því í apríl hafa flokknum borist 863 kvartanir um meinta gyðingaandúð flokksmanna, þar með taldir eru kjörnir fulltrúar. Sé litið til kjörinna fulltrúa má nefna brottrekstur þingmannsins Naz Shah. Hún stakk meðal annars upp á því á Twitter að Ísraelsríki yrði flutt til Bandaríkjanna en var tekin aftur inn í flokkinn eftir að hún baðst afsökunar. Chris Williamson, annar þingmaður, fékk reisupassann eftir að hann sagði gyðingaandúðarvanda flokksins ýktan og að flokkurinn reyndi um of að þóknast gagnrýnendum. Þá má nefna úrsögn Kens Livingstone, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, eftir að hann sagði Adolf Hitler einn þeirra sem hefðu beitt sér fyrir að gyðingar fengju land í Mið-Austurlöndum. Deilan snýst að miklu leyti um afstöðuna gagnvart Ísraelsríki. Corbyn hefur um áratugaskeið talað fyrir frelsi palestínsku þjóðarinnar og með formennsku hans hafa fleiri á sömu skoðun tekið aukinn þátt í flokksstarfinu. Þar á meðal fólk sem ýmsum breskum gyðingum þykir ganga of langt í gagnrýni sinni á Ísrael. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) telst það til gyðingaandúðar að „neita gyðingum um sjálfsákvörðunarréttinn“ eða láta alla gyðinga svara fyrir gjörðir Ísraelsríkis. Þegar Verkamannaflokkurinn innleiddi skilgreiningu á gyðingaandúð inn í verklagsreglur sínar í júlí 2018 mátti greina óánægju með að skilgreining IHRA hafi ekki verið innleidd að fullu. Meðal annars var ákvæðum um að það teldist gyðingaandúð að saka gyðinga um að vera hollari Ísrael en heimalandi sínu eða að bera meiri væntingar til Ísraels en annarra ríkja sleppt. Svo fór síðar á árinu að skilgreiningin var innleidd að fullu en með þeirri viðbót að hún hamlaði ekki „tjáningarfrelsi í umræðu um Ísrael né réttindum Palestínumanna“. Corbyn hefur gengið illa að kveða niður illdeilurnar þótt hann hafi ítrekað sagt að gyðingahatarar séu óvelkomnir innan flokksins. Sjálfur hefur hann ítrekað komið sér í klandur. Meðal annars með því að lýsa palestínsku Hamas-samtökunum sem „vinum“ en Bretar flokka hernaðararm Hamas, Izz ad-Din al-Qassam sveitirnar, meðal hryðjuverkasamtaka. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur fyrir að sækja athöfn í Túnis þar sem mannanna á bak við morðin á 11 ísraelskum ólympíuförum á að hafa verið minnst. Corbyn hefur hafnað þeim ásökunum. Þeir þrír sem sögðu sig úr flokknum í gær, Triesman, Turnberg og Darzi lávarðar, voru ómyrkir í máli. „Því miður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það má finna rótgróna gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Leiðtogi flokksins og hans innsti hringur hafa sýnt gyðingaandúð og ekki tekið neina rétta ákvörðun í baráttunni gegn þessu vandamáli,“ sagði Triesman til að mynda. Flokkurinn neitaði þessum ásökunum í yfirlýsingu. „Verkamannaflokkurinn er að öllu leyti andsnúinn gyðingaandúð og staðráðinn í því að uppræta þetta mein.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira