17 ára stunginn til bana fyrir að spila rapptónlist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2019 12:09 Búið er að setja upp lítinn minnisvarða um Al-Amin á staðnum þar sem ráðist var á hann. Morð á 17 ára þeldökkum dreng í Arizona í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð þar í landi. Drengurinn var stunginn af manni sem segir sér hafa verið ógnað af rapptónlist sem drengurinn var að spila. Elijah Al-Amin var stunginn fyrir utan verslun í úthverfi Peoria-borgar í Arizona. 27 ára gamall hvítur maður að nafni Michael Adams hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morðið. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu. Réttað verður yfir honum þann 15. júlí næstkomandi. Adams viðurkenndi við skýrslutöku að honum hafi þótt rapptónlistin sem Al-Amin spilaði í hátalara ógnandi. Þegar atvikið átti sér stað komu viðbragðsaðilar að Al-Amin þar sem hann lá við eldsneytisdælur kjörbúðarinnar Circle K. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést. Þó nokkur sjónarvitni voru að því þegar Al-Amin var stunginn í háls og bak. Stuttu eftir að tilkynnt var um árásina fannst Adams í grennd við verslunina með vasahníf á sér og blóð á klæðum sínum. Adams var nýkominn úr fangelsi þegar árásin varð, en fram til 2. júlí hafði hann afplánað 13 mánaða fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás.Al-Amin var 17 ára þegar hann var myrtur.Vísir/APÁ mánudaginn var Al-Amin borinn til grafar en fyrir útförina var haldin stutt tilbeiðslustund í miðstöð múslimasamfélagsins í Tempe, sem er borg í nágrenni Peoria.Málið áberandi á netinu Málið hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum vestanhafs en myllumerkið #JusticeForElijah (#RéttlætiFyrirElijah) hefur farið á talsvert flug á Twitter. Cory Booker, einn þeirra 23 sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, tísti um málið í fyrradag. „Enn eitt barna okkar myrt á hrottafenginn og tilefnislausan hátt. Dómsmálaráðuneytið verður að rannsaka þennan hatursglæp strax. Hvíl í friði Elijah. #RéttlætiFyrirElijah“Another one of our children has been murdered in a heinous and unprovoked way—the DOJ must investigate this hate crime immediately. RIP Elijah. #JusticeForElijahhttps://t.co/0QaJiKudAf — Cory Booker (@CoryBooker) July 8, 2019 Bandaríkin Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Morð á 17 ára þeldökkum dreng í Arizona í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð þar í landi. Drengurinn var stunginn af manni sem segir sér hafa verið ógnað af rapptónlist sem drengurinn var að spila. Elijah Al-Amin var stunginn fyrir utan verslun í úthverfi Peoria-borgar í Arizona. 27 ára gamall hvítur maður að nafni Michael Adams hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morðið. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu. Réttað verður yfir honum þann 15. júlí næstkomandi. Adams viðurkenndi við skýrslutöku að honum hafi þótt rapptónlistin sem Al-Amin spilaði í hátalara ógnandi. Þegar atvikið átti sér stað komu viðbragðsaðilar að Al-Amin þar sem hann lá við eldsneytisdælur kjörbúðarinnar Circle K. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést. Þó nokkur sjónarvitni voru að því þegar Al-Amin var stunginn í háls og bak. Stuttu eftir að tilkynnt var um árásina fannst Adams í grennd við verslunina með vasahníf á sér og blóð á klæðum sínum. Adams var nýkominn úr fangelsi þegar árásin varð, en fram til 2. júlí hafði hann afplánað 13 mánaða fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás.Al-Amin var 17 ára þegar hann var myrtur.Vísir/APÁ mánudaginn var Al-Amin borinn til grafar en fyrir útförina var haldin stutt tilbeiðslustund í miðstöð múslimasamfélagsins í Tempe, sem er borg í nágrenni Peoria.Málið áberandi á netinu Málið hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum vestanhafs en myllumerkið #JusticeForElijah (#RéttlætiFyrirElijah) hefur farið á talsvert flug á Twitter. Cory Booker, einn þeirra 23 sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, tísti um málið í fyrradag. „Enn eitt barna okkar myrt á hrottafenginn og tilefnislausan hátt. Dómsmálaráðuneytið verður að rannsaka þennan hatursglæp strax. Hvíl í friði Elijah. #RéttlætiFyrirElijah“Another one of our children has been murdered in a heinous and unprovoked way—the DOJ must investigate this hate crime immediately. RIP Elijah. #JusticeForElijahhttps://t.co/0QaJiKudAf — Cory Booker (@CoryBooker) July 8, 2019
Bandaríkin Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira