Ágúst: Mikilvægt fyrir okkur að komast áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júlí 2019 06:00 Breiðablik spilar í kvöld fyrri leikinn við FC Vaduz sem kemur frá Liechtenstein en spilar í svissnesku B-deildinni. Leikurinn er liður í forkeppni Evrópudeildarinnar og er fyrri leikur liðanna. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, hefur undanfarna daga verið duglegur að skoða andstæðinganna fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld og segir Vaduz-liðið býsna sterkt. „Við erum að spila á móti atvinnumannaliði sem eru sterkir. Ég er búinn að horfa á mikið af leikjum hjá þeim og þeir eru góðir á boltann. Þeir vilja stýra leikjum,“ sagði Ágúst við Arnar Björnsson. „Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að fara keyra mikið á þetta lið. Við þurfum að vera þolinmóðir og liggja aðeins til baka og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel í fyrra.“ Breiðablik spilaði mjög þéttan varnarleik í fyrra og beitti öflugum skyndisóknum og boðar Ágúst svipað upplegg fyrir leikinn í kvöld. „Við erum ekki eins öflugir og beinskeyttir núna. Við erum aðeins að breyta um takt og þetta er nýtt mót. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast áfram og við leggjum leikinn upp þannig á morgun að við ætlum að liggja til baka og vera þolinmóðir.“ „Vonandi dugar það gegn þessu góða Vaduz-liði,“ en í kringum lið Breiðabliks eru tveir menn sem spiluðu með Vaduz á sínum tíma. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, spilaði þar og á sama tíma var framherjinn Guðmundur Steinarsson hjá félaginu. Guðmundur er nú aðstoðarþjálfari Blika en Gunnleifur segir að liðið sé býsna gott atvinnumannalið. „Þetta er atvinnumannalið sem er í Evrópukeppni ár eftir ár. Þeir vinna bikarinn í Liechtenstein og spila í svissnesku B-deildinni núna. Þeir eru þaulvant alvöru keppnum og vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Gunnleifur og bætti við að lokum: „Ég ætla ekki að draga úr neinu eða byggja neitt upp en þetta er Evrópukeppni. Íslensk lið verða alltaf að virða andstæðinginn í þessu og vera með öryggið á oddinum og Það eru engar hugmyndir um öruggan sigur á heimavelli.“ Leikur Beiðabliks og Vaduz hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður leikurinn að sjálfsögðu í Boltavaktinni á Vísi í kvöld. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Breiðablik spilar í kvöld fyrri leikinn við FC Vaduz sem kemur frá Liechtenstein en spilar í svissnesku B-deildinni. Leikurinn er liður í forkeppni Evrópudeildarinnar og er fyrri leikur liðanna. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, hefur undanfarna daga verið duglegur að skoða andstæðinganna fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld og segir Vaduz-liðið býsna sterkt. „Við erum að spila á móti atvinnumannaliði sem eru sterkir. Ég er búinn að horfa á mikið af leikjum hjá þeim og þeir eru góðir á boltann. Þeir vilja stýra leikjum,“ sagði Ágúst við Arnar Björnsson. „Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að fara keyra mikið á þetta lið. Við þurfum að vera þolinmóðir og liggja aðeins til baka og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel í fyrra.“ Breiðablik spilaði mjög þéttan varnarleik í fyrra og beitti öflugum skyndisóknum og boðar Ágúst svipað upplegg fyrir leikinn í kvöld. „Við erum ekki eins öflugir og beinskeyttir núna. Við erum aðeins að breyta um takt og þetta er nýtt mót. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast áfram og við leggjum leikinn upp þannig á morgun að við ætlum að liggja til baka og vera þolinmóðir.“ „Vonandi dugar það gegn þessu góða Vaduz-liði,“ en í kringum lið Breiðabliks eru tveir menn sem spiluðu með Vaduz á sínum tíma. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, spilaði þar og á sama tíma var framherjinn Guðmundur Steinarsson hjá félaginu. Guðmundur er nú aðstoðarþjálfari Blika en Gunnleifur segir að liðið sé býsna gott atvinnumannalið. „Þetta er atvinnumannalið sem er í Evrópukeppni ár eftir ár. Þeir vinna bikarinn í Liechtenstein og spila í svissnesku B-deildinni núna. Þeir eru þaulvant alvöru keppnum og vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Gunnleifur og bætti við að lokum: „Ég ætla ekki að draga úr neinu eða byggja neitt upp en þetta er Evrópukeppni. Íslensk lið verða alltaf að virða andstæðinginn í þessu og vera með öryggið á oddinum og Það eru engar hugmyndir um öruggan sigur á heimavelli.“ Leikur Beiðabliks og Vaduz hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður leikurinn að sjálfsögðu í Boltavaktinni á Vísi í kvöld.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira