Innlent

Þriðjungur ökumanna í bílastæðaleit

Pálmi Kormákur skrifar
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Fréttablaðið/Anton Brink

„Þessi svokallaða stýring bílastæða virðist ganga út frá því að draga enn frekar úr möguleikum íbúa og gesta á að sækja inn í kjarna höfuðborgarinnar, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB um fyrirhugaða lengingu á gjaldtökutíma bílastæða í miðborginni.

Skipulags- og samgönguráð borgarinnar vísaði nýverið tillögu stýrihóps um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum til  samgöngustjóra og umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, til nánari meðferðar. Tillagan lýtur meðal annars að því að lengja gjaldtökutíma á ákveðnum svæðum, taka upp gjaldskyldu á sunnudögum, hækka bíla­stæðagjald á til­tekn­um svæðum og lækka ann­ars staðar.

 „Á undanförnum árum hefur bílastæðum í miðborginni fækkað verulega, og á sama tíma hefur orðið sprenging í fjölda ökutækja í höfuðborginni meðfram þeirri ferðamannaöldu sem hefur gengið yfir síðustu ár. Því hefur ekki verið mætt með auknu framboði heldur frekari þrengingu,“ segir Runólfur og vitnar í þá ályktun stýrihópsins að 30 prósent umferðar í miðborginni stafi af ökumönnum í leit að bílastæðum og bendir á að viðamiklar framkvæmdir í miðborginni hjálpi ekki heldur.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.