90 sólskinsstundir í Reykjavík það sem af er júlímánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:16 Sólin hefur látið sjá sig í sumar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Meðalhiti fyrstu dagana í júlí er 11,6 stig. Það er 1,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum fyrir ofan meðallag síðustu tíu ára. Þetta kemur fram á bloggsvæði Trausta Jónssonar, veðurfræðings, þar sem hann fjallar um tíðarfarið fyrstu tíu daga júlímánaðar. Eins og höfuðborgarbúar hafa orðið varir við hefur veðrið verið með miklum ágætum undanfarið. Það sést meðal annars á fjölda sólskinsstunda það sem af er júlí þar sem 90 sólskinsstundir hafa mælst. Það er 35 umfram meðallag sömu daga og er fjöldinn í 11. sæti á lista sem nær til 109 ára að sögn Trausta. Flestar sólskinsstundir fyrstu tíu dagana í júlí voru árið 1957, alls 131,4, en fæstar árið 1977, einungis 5,2. Hvað hitann í Reykjavík varðar eru dagarnir tíu þeir 8. hlýjustu á öldinni. „Hlýjastir voru sömu dagar árið 2009, 13,4 stig, en kaldastir voru þeir í fyrra, 9,1 stig. Á langa listanum (145 ár) er meðalhitinn í 32.sæti. Hlýjast var sömu daga 1991, +14,0 stig, en kaldast 1874, meðalhiti +7,6 stig (sú tala að vísu nokkuð óviss), næstlægstir eru sömu dagar 1892 þegar meðalhitinn var 7,8 stig. Á Akureyri er meðalhiti dagana tíu 10,0 stig, -0,1 stigi neðan meðallags 1961-1990, en -1,0 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára. Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára víða um landið suðvestan- og vestanvert, en annars undir því. Mest er jákvæða vikið í Bláfjallaskála, +0,9 stig. Kaldast að tiltölu er á Gagnheiði þar sem hiti er -2,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára,“ segir Trausti á bloggsvæði sínu.Veðurhorfur næstu daga eru svo þessar samkvæmt Veðurstofu Íslands:Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og stöku skúrir, en bjart veður NA-til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.Dálítil rigning á SA-landi á morgun, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum og skúrir á víð og dreif síðdegis. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.Á laugardag:Sunnan 3-8, skýjað og smáskúrir, en bjart með köflum austan til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag:Sunnan 5-10 og rigning eða súld, en þurrt norðaustan til. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á mánudag og þriðjudag:Sunnanátt og súld eða rigning með köflum, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast um landið NA-vert. Reykjavík Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Meðalhiti fyrstu dagana í júlí er 11,6 stig. Það er 1,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum fyrir ofan meðallag síðustu tíu ára. Þetta kemur fram á bloggsvæði Trausta Jónssonar, veðurfræðings, þar sem hann fjallar um tíðarfarið fyrstu tíu daga júlímánaðar. Eins og höfuðborgarbúar hafa orðið varir við hefur veðrið verið með miklum ágætum undanfarið. Það sést meðal annars á fjölda sólskinsstunda það sem af er júlí þar sem 90 sólskinsstundir hafa mælst. Það er 35 umfram meðallag sömu daga og er fjöldinn í 11. sæti á lista sem nær til 109 ára að sögn Trausta. Flestar sólskinsstundir fyrstu tíu dagana í júlí voru árið 1957, alls 131,4, en fæstar árið 1977, einungis 5,2. Hvað hitann í Reykjavík varðar eru dagarnir tíu þeir 8. hlýjustu á öldinni. „Hlýjastir voru sömu dagar árið 2009, 13,4 stig, en kaldastir voru þeir í fyrra, 9,1 stig. Á langa listanum (145 ár) er meðalhitinn í 32.sæti. Hlýjast var sömu daga 1991, +14,0 stig, en kaldast 1874, meðalhiti +7,6 stig (sú tala að vísu nokkuð óviss), næstlægstir eru sömu dagar 1892 þegar meðalhitinn var 7,8 stig. Á Akureyri er meðalhiti dagana tíu 10,0 stig, -0,1 stigi neðan meðallags 1961-1990, en -1,0 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára. Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára víða um landið suðvestan- og vestanvert, en annars undir því. Mest er jákvæða vikið í Bláfjallaskála, +0,9 stig. Kaldast að tiltölu er á Gagnheiði þar sem hiti er -2,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára,“ segir Trausti á bloggsvæði sínu.Veðurhorfur næstu daga eru svo þessar samkvæmt Veðurstofu Íslands:Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og stöku skúrir, en bjart veður NA-til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.Dálítil rigning á SA-landi á morgun, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum og skúrir á víð og dreif síðdegis. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.Á laugardag:Sunnan 3-8, skýjað og smáskúrir, en bjart með köflum austan til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag:Sunnan 5-10 og rigning eða súld, en þurrt norðaustan til. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á mánudag og þriðjudag:Sunnanátt og súld eða rigning með köflum, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast um landið NA-vert.
Reykjavík Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira