Erlent

Sex ferða­menn létust í ó­veðri á Grikk­landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ummerki eftir óveðrið í gær sem stóð yfir í stutta stund en olli miklu tjóni.
Ummerki eftir óveðrið í gær sem stóð yfir í stutta stund en olli miklu tjóni. vísir/ap
Sex ferðamenn létu lífið og þrjátíu eru sárir eftir að stormur gekk yfir norðurhluta Grikklands í gærkvöldi.

Öflugar vindhviður, gríðarleg rigning og haglél gengu yfir svæðið sem kallast Halkidiki og er í grennd við borgina Þessalóniku.

Tékkneskt par lét lífið þegar húsbíll þeirra fauk á hliðina og þá létu tveir Rúmenar og tveir Rússar einnig lífið.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og rúmlega 100 björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á svæðinu.

Stormurinn kom í kjölfarið á miklum hitum en síðustu tvo dagana á undan hafði verið um þrjátíu og sjö stiga hiti.

Óveðrið skall síðan fyrirvaralaust á og stóð aðeins í örskamma stund eða rúmar tuttugu mínútur áður en allt féll í dúnalogn á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×