Íslenski boltinn

Grótta getur bætt stigamet sitt í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýliðar Gróttu hafa komið skemmtilega á óvart í Inkasso-deild karla í sumar.
Nýliðar Gróttu hafa komið skemmtilega á óvart í Inkasso-deild karla í sumar. vísir/ernir

Heitasta lið Inkasso-deildar karla, Grótta, sækir Hauka heim í kvöld. Nýliðarnir af Nesinu hafa unnið fjóra leiki í röð og eru í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnismanna.

Seltirningar eru komnir með 20 stig og þegar búnir að jafna stigamet félagsins í B-deild. Grótta fékk einnig 20 stig sumarið 2011 en það dugði liðinu ekki til að halda sér uppi.

Allar líkur eru á því að þetta tímabil verði sögulegt hjá Gróttu. Liðið slær stigamet sitt í B-deild nema það tapi síðustu tólf leikjunum sínum.

Besti árangur Gróttu er 10. sætið í næstefstu deild 2010. Þá nægðu 18 stig til að sér uppi.

Tímabilið 2010 var það fyrsta hjá Gróttu í B-deild og það eina þar sem liðið hefur ekki farið beint aftur niður í C-deildina. Síðustu ár hafa Seltirningar flakkað á milli B- og C-deildar.

Eins og fyrr sagði hefur Grótta unnið fjóra leiki í röð. Liðið er einnig ósigrað í síðustu sex leikjum sínum og hefur ekki tapað síðan gegn Leikni R., 2-3, 24. maí.

Árangur Gróttu í B-deild:
2010 - 10. sæti (18 stig)
2011 - 11. sæti (20 stig)
2015 - 11. sæti (15 stig)
2017 - 12. sæti (9 stig)
2019 - ?

Leikir kvöldsins í Inkasso-deild karla. mynd7ksí


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.