Indverji kominn upp fyrir Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2019 14:00 Lionel Messi og Sunil Chhetri. Vísir/Samsett/Getty Lionel Messi er ekki lengur næsti maður á eftir Cristiano Ronaldo á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn heims sem eru enn að spila með landsliðum sínum. Cristiano Ronaldo er með örugga forystu á listanum enda hefur hann skorað tuttugu fleiri landsliðsmörk en Messi. Messi náði aðeins að skora eitt mark á Copa America og fór heim í reiðikasti út í dómara keppninnar eftir að argentínska landsliðið datt út í undanúrslitum á móti Brasilíu. Messi er nú kominn með 68 mörk fyrir argentínska landsliðið en Ronaldo er með 88 mörk. Indverjinn Sunil Chhetri nýtti tækifærið og tók annað sætið af Lionel Messi. Þeir voru jafnir í öðru sæti en Chhetri breytti því um helgina. Sunil Chhetri skoraði þá tvö mörk fyrir Indland á móti Tadsíkistan í opnunarleik Intercontinental Cup 2019. Fyrra markið skoraði Chhetri úr „Panenka“ vítspyrnu en hann bætti síðan öðrum marki við fyrir hálfleik. Indverska landsliðið komst í 2-0 en tapaði leiknum 4-2 eftir hrun í seinni hálfleik. Chhetri er 34 ára gamall og á einnig leikjametið hjá Indlandi. Leikurinn á móti Tadsíkistan var hans 109. landsleikur. Sunil Chhetri hefur spilað með Bengaluru í heimalandinu frá 2013 en var reyndar lánaður til Mumbai City árið 2015. Chhetri hefur reynt fyrir sér í Bandaríkjunum og Portúgal en með litlum árangri og hann var fljótur að koma sér aftur heim til Indlands. Sunil Chhetri hefur skorað landsliðsmark á hverju ári frá og með árinu 2007 en fyrsta landsliðsmark hans leit dagsins ljós árið 2005. Hann skoraði mest 13 mörk í 17 leikjum árið 2011. Sunil Chhetri er með 5 mörk í 5 landsleikjum á þessu ári og fær nú tækifæri til að bæta við fleiri mörkum á Intercontinental Cup. Næsti leikur liðsins er á móti Norður-Kóreu 13. júlí næstkomandi en síðasti leikurinn í riðlinum er síðan við Sýrland. Fótbolti Indland Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Lionel Messi er ekki lengur næsti maður á eftir Cristiano Ronaldo á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn heims sem eru enn að spila með landsliðum sínum. Cristiano Ronaldo er með örugga forystu á listanum enda hefur hann skorað tuttugu fleiri landsliðsmörk en Messi. Messi náði aðeins að skora eitt mark á Copa America og fór heim í reiðikasti út í dómara keppninnar eftir að argentínska landsliðið datt út í undanúrslitum á móti Brasilíu. Messi er nú kominn með 68 mörk fyrir argentínska landsliðið en Ronaldo er með 88 mörk. Indverjinn Sunil Chhetri nýtti tækifærið og tók annað sætið af Lionel Messi. Þeir voru jafnir í öðru sæti en Chhetri breytti því um helgina. Sunil Chhetri skoraði þá tvö mörk fyrir Indland á móti Tadsíkistan í opnunarleik Intercontinental Cup 2019. Fyrra markið skoraði Chhetri úr „Panenka“ vítspyrnu en hann bætti síðan öðrum marki við fyrir hálfleik. Indverska landsliðið komst í 2-0 en tapaði leiknum 4-2 eftir hrun í seinni hálfleik. Chhetri er 34 ára gamall og á einnig leikjametið hjá Indlandi. Leikurinn á móti Tadsíkistan var hans 109. landsleikur. Sunil Chhetri hefur spilað með Bengaluru í heimalandinu frá 2013 en var reyndar lánaður til Mumbai City árið 2015. Chhetri hefur reynt fyrir sér í Bandaríkjunum og Portúgal en með litlum árangri og hann var fljótur að koma sér aftur heim til Indlands. Sunil Chhetri hefur skorað landsliðsmark á hverju ári frá og með árinu 2007 en fyrsta landsliðsmark hans leit dagsins ljós árið 2005. Hann skoraði mest 13 mörk í 17 leikjum árið 2011. Sunil Chhetri er með 5 mörk í 5 landsleikjum á þessu ári og fær nú tækifæri til að bæta við fleiri mörkum á Intercontinental Cup. Næsti leikur liðsins er á móti Norður-Kóreu 13. júlí næstkomandi en síðasti leikurinn í riðlinum er síðan við Sýrland.
Fótbolti Indland Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira