Vegagerðarmennirnir telja sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 11:45 Hér má sjá vinnuflokkinn fara úr hlaði við Lækjarkot á mánudag. Lögreglan hefur yfirheyrt þann sem kveðst vera í forsvari fyrir fyrirtækið. mynd/te Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. Þetta segir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjórans á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Að verki loknu ætluðu mennirnir að rukka ábúendur að Lækjarkoti um þrjár milljónir króna fyrir verkið. Fram hefur komið í fréttum að Vegagerðin ber ábyrgð á veginum og hefur hún kært málið til lögreglu en verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Svipaður flokkur eða flokkar manna sem bjóða malbikun hafa verið á ferð á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Þá hafa menn verið á ferð í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun að bjóða íbúum þar malbikun samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að vera gagnrýnið á allskyns gylliboð sem kunna að bjóðast.Ekki borist fleiri kærur vegna mannanna Jón Haukur segir lögregluna ekki vera með nákvæma tölu um hversu margir mennirnir eru sem starfa hjá fyrirtækinu. Hann segir að þeir telji sig vera að stunda viðskipti hér eins og hver annar. „Þetta er náttúrulega breskt fyrirtæki og þeir telja sig vera hér í viðskiptalegum erindum og telja sig vera að stunda viðskipti eins og borgurum á EES-svæðinu stendur til boða. Já, þannig að ég held að það sé hægt að svara því að þeir telji sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar,“ segir Jón Haukur. Lögreglan hafi ekki handtekið neinn vegna málsins. „Nei, það hefur verið tekin skýrsla af þeim sem kynnir sig sem fyrirsvarsmann fyrirtækisins en ekkert meira og ekkert eðlilegt að við gefum meira upp um það, það er ekki eðlilegt að við tjáum okkur meira um það í raun og veru.“ Þá hefur lögreglan á Vesturlandi ekki fengið fleiri kærur vegna mannanna og þá kveðst Jón Haukur ekki hafa upplýsingar um það hvort mennirnir hafi náð að hafa fé af einhverjum.Hvetur fólk til að sýna varúð Aðspurður hvort lögreglan hafi einhverjar upplýsingar um að fyrirtækið sem mennirnir segjast vinna hjá starfræki svipaða þjónustu í Bretlandi segir Jón Haukur að lögreglan hafi ekki slíkar upplýsingar. „Við erum ekki með neinn aðgang að fyrirtækjaskrá í Bretlandi til þess að rekja slíkar upplýsingar,“ segir hann en að því er fram kemur á vef RÚV heitir fyrirtækið Tarmacadams ltd., og er skráð í Darlington í Bretlandi. En hefur þetta fyrirtæki komið hingað áður? „Ég hef engar upplýsingar um það. Það er frjáls för fólks á milli landa og við búum í því umhverfi og verðum að sætta okkur við það en menn þurfa að fara eftir reglum í hverju landi fyrir sig.“Eru þið að vara fólk við að eiga viðskipti við þessa menn? Teljið þið að viðskiptahættir þeirra séu andstæðir reglum hér á landi, allavega eins og þeim hefur verið lýst? „Ég vil ekki taka þannig til orða. Við hvetjum fólk til að sýna varúð og ef tilboð hljóma of góð til að vera sönn þá getur verið að það sé staðan. Fólk þarf að fara varlega. Vegagerð á Íslandi er öðrum skilyrðum háð heldur en víðast hvar annars staðar vegna veðurfars. Það þarf að undirbúa vegaframkvæmdir betur en víðast hvar annars staðar og fólk þarf þá að vita hvernig á að framkvæma verk ef fólk semur um að verk eigi að vinna,“ segir Jón Haukur.Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn[hja]visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis. Fullum trúnaði heitið. Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. Þetta segir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjórans á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Að verki loknu ætluðu mennirnir að rukka ábúendur að Lækjarkoti um þrjár milljónir króna fyrir verkið. Fram hefur komið í fréttum að Vegagerðin ber ábyrgð á veginum og hefur hún kært málið til lögreglu en verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Svipaður flokkur eða flokkar manna sem bjóða malbikun hafa verið á ferð á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Þá hafa menn verið á ferð í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun að bjóða íbúum þar malbikun samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að vera gagnrýnið á allskyns gylliboð sem kunna að bjóðast.Ekki borist fleiri kærur vegna mannanna Jón Haukur segir lögregluna ekki vera með nákvæma tölu um hversu margir mennirnir eru sem starfa hjá fyrirtækinu. Hann segir að þeir telji sig vera að stunda viðskipti hér eins og hver annar. „Þetta er náttúrulega breskt fyrirtæki og þeir telja sig vera hér í viðskiptalegum erindum og telja sig vera að stunda viðskipti eins og borgurum á EES-svæðinu stendur til boða. Já, þannig að ég held að það sé hægt að svara því að þeir telji sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar,“ segir Jón Haukur. Lögreglan hafi ekki handtekið neinn vegna málsins. „Nei, það hefur verið tekin skýrsla af þeim sem kynnir sig sem fyrirsvarsmann fyrirtækisins en ekkert meira og ekkert eðlilegt að við gefum meira upp um það, það er ekki eðlilegt að við tjáum okkur meira um það í raun og veru.“ Þá hefur lögreglan á Vesturlandi ekki fengið fleiri kærur vegna mannanna og þá kveðst Jón Haukur ekki hafa upplýsingar um það hvort mennirnir hafi náð að hafa fé af einhverjum.Hvetur fólk til að sýna varúð Aðspurður hvort lögreglan hafi einhverjar upplýsingar um að fyrirtækið sem mennirnir segjast vinna hjá starfræki svipaða þjónustu í Bretlandi segir Jón Haukur að lögreglan hafi ekki slíkar upplýsingar. „Við erum ekki með neinn aðgang að fyrirtækjaskrá í Bretlandi til þess að rekja slíkar upplýsingar,“ segir hann en að því er fram kemur á vef RÚV heitir fyrirtækið Tarmacadams ltd., og er skráð í Darlington í Bretlandi. En hefur þetta fyrirtæki komið hingað áður? „Ég hef engar upplýsingar um það. Það er frjáls för fólks á milli landa og við búum í því umhverfi og verðum að sætta okkur við það en menn þurfa að fara eftir reglum í hverju landi fyrir sig.“Eru þið að vara fólk við að eiga viðskipti við þessa menn? Teljið þið að viðskiptahættir þeirra séu andstæðir reglum hér á landi, allavega eins og þeim hefur verið lýst? „Ég vil ekki taka þannig til orða. Við hvetjum fólk til að sýna varúð og ef tilboð hljóma of góð til að vera sönn þá getur verið að það sé staðan. Fólk þarf að fara varlega. Vegagerð á Íslandi er öðrum skilyrðum háð heldur en víðast hvar annars staðar vegna veðurfars. Það þarf að undirbúa vegaframkvæmdir betur en víðast hvar annars staðar og fólk þarf þá að vita hvernig á að framkvæma verk ef fólk semur um að verk eigi að vinna,“ segir Jón Haukur.Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn[hja]visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis. Fullum trúnaði heitið.
Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37