Búa sig undir að handtaka þúsundir innflytjenda Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 12:55 Fulltrúi innflytjendaseftirlitsins ICE fylgist með þegar hópur innflytjenda var sendur frá Bandaríkjunum til El Salvador. AP/David J. Phillip Bandarísk innflytjendayfirvöld eru nú sögð undirbúa umfangsmiklar aðgerðir til að smala saman þúsundunum innflytjenda sem eru ólöglega í landinu og vísa þeim úr landi á sunnudag. Sambærilegum aðgerðum var nýlega frestað eftir að Donald Trump forseti greindi frá þeim fyrir fram á Twitter.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að fjöldahandtökur hefjist í tíu borgum á sunnudag. Fulltrúar Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) standi fyrir rassíunum sem eigi að standa yfir í nokkra daga. Aðgerðirnar eru sagðar beinast að í það minnsta tvö þúsund manns sem hafa nýlega komið ólöglega yfir landamærin og á að vísa úr landi. Það er ekki aðeins þeir einstaklingar sem eiga á hættu að vera hent úr landi heldur segja heimildarmenn blaðsins að innflytjendur sem kunna að vera á staðnum þar sem rassíurnar fara fram verði einnig handteknir. Deildar meiningar eru sagðar innan heimavarnaráðuneytis Trump forseta um aðgerðirnar. Þannig eru fulltrúar þess sagði hafa áhyggjur af því að þeir þurfi að handataka ungbörn og yngri börn. Fréttir af mögulegum rassíum hafi einnig þegar spurst út á meðal innflytjendasamfélagsins sem sé tilbúið að forðast handtöku. Innflytjendaeftirlitið hefur ekki heimild til að ryðjast inn á heimili neiti fólk að opna fyrir fulltrúum hennar. Trump forseti hefur átt stærstan þátt í að boða aðgerðirnar opinberlega. Fyrr í sumar tilkynnti hann á Twitter um stórfelldar handtökur á innflytjendum, fulltrúum innflytjendaeftirlitsins að óvörum. Slíkum aðgerðum var frestað í júní, meðal annars vegna þess að eftirlitið taldi öryggi fulltrúa sinna í hættu eftir að forsetinn upplýsti um aðgerðirnar en einnig vegna andstöðu innan stjórnkerfisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Bandarísk innflytjendayfirvöld eru nú sögð undirbúa umfangsmiklar aðgerðir til að smala saman þúsundunum innflytjenda sem eru ólöglega í landinu og vísa þeim úr landi á sunnudag. Sambærilegum aðgerðum var nýlega frestað eftir að Donald Trump forseti greindi frá þeim fyrir fram á Twitter.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að fjöldahandtökur hefjist í tíu borgum á sunnudag. Fulltrúar Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) standi fyrir rassíunum sem eigi að standa yfir í nokkra daga. Aðgerðirnar eru sagðar beinast að í það minnsta tvö þúsund manns sem hafa nýlega komið ólöglega yfir landamærin og á að vísa úr landi. Það er ekki aðeins þeir einstaklingar sem eiga á hættu að vera hent úr landi heldur segja heimildarmenn blaðsins að innflytjendur sem kunna að vera á staðnum þar sem rassíurnar fara fram verði einnig handteknir. Deildar meiningar eru sagðar innan heimavarnaráðuneytis Trump forseta um aðgerðirnar. Þannig eru fulltrúar þess sagði hafa áhyggjur af því að þeir þurfi að handataka ungbörn og yngri börn. Fréttir af mögulegum rassíum hafi einnig þegar spurst út á meðal innflytjendasamfélagsins sem sé tilbúið að forðast handtöku. Innflytjendaeftirlitið hefur ekki heimild til að ryðjast inn á heimili neiti fólk að opna fyrir fulltrúum hennar. Trump forseti hefur átt stærstan þátt í að boða aðgerðirnar opinberlega. Fyrr í sumar tilkynnti hann á Twitter um stórfelldar handtökur á innflytjendum, fulltrúum innflytjendaeftirlitsins að óvörum. Slíkum aðgerðum var frestað í júní, meðal annars vegna þess að eftirlitið taldi öryggi fulltrúa sinna í hættu eftir að forsetinn upplýsti um aðgerðirnar en einnig vegna andstöðu innan stjórnkerfisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira