Erlent

Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal

Andri Eysteinsson skrifar
Mótorhjólagengið Hells Angels er alræmt fyrir glæpastarfsemi, þessir eru úr Hollandsdeild samtakanna.
Mótorhjólagengið Hells Angels er alræmt fyrir glæpastarfsemi, þessir eru úr Hollandsdeild samtakanna. EPA/Pieter Franken

Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. Reuters greinir frá.

Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í langan tíma og hefur fjöldi meðlima, portúgalskir sem erlendir, verið handteknir.

Í ákærunni segir að í mars á síðasta ári hefi hópurinn, vopnaður hnífum, öxum og kylfum, ráðist að hópi fólks á veitingastað í útjaðri Lissabon, höfuðborgar Portúgal. Hópurinn er sakaður um að hafa reynt að myrða fjóra og slasað fleiri alvarlega.

Af þeim 89 sem ákærðir eru sitja 37 í gæsluvarðhaldi, fimm eru í stofufangelsi og tveir eru vistaðir í fangageymslum í Þýskalandi þar sem þeir bíða eftir því að vera framseldir til Portúgal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.