Innlent

Úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til hann verður fluttur frá landi

Andri Eysteinsson skrifar
Landsréttur staðfesti hinn áfrýjaða úrskurð.
Landsréttur staðfesti hinn áfrýjaða úrskurð. Vísir/Vilhelm

Þriðjudaginn 9. júlí síðastliðinn staðfesti Landsréttur úrskurð hæstaréttar í máli hælisleitanda sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald 6. júlí síðastliðinn á grundvelli laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.

Lögmaður varnaraðila krafðist þess fyrir landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum yrði gert að sæta farbanni. 

Umsókn um alþjóðlega vernd ekki tekin til efnislegrar meðferðar

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá laugardeginum 6. júlí síðastliðinn segir að degi áður hafi kærði verið handtekinn vegna gruns um þjófnað í verslun í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi. 

Við skoðun í kerfum lögreglu kom í ljós að maðurinn dvaldi hér á landi ólöglega en honum hafði verið birt ákvörðun Útlendingastofnunar um að umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi yrði ekki tekin til efnislegrar meðferðar. Þá segir að kærði skuli fluttur til Frakklands og lögregla skuli framkvæma flutninginn.

Í ákvörðun Útlendingastofnunar segir að kærði eigi að baki þrjár aðrar umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Talið var ljóst út frá þeim upplýsingum að kærði dveljist ólöglega á Íslandi, lögregla taldi miklar líkur á því að kærði láti sig hverfa áður en flutningur úr landi kæmist í framkvæmd.

„Lögreglustjóri telur nauðsynlegt að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar og til að tryggja nærveru kærða og framkvæmd flutningsins,“ segir í úrskurðinum en bætt er við að mat lögreglu sé á þann veg að ekki sé unnt að beita vægari úrræðum.

Héraðsdómur hafði fallist á málflutning sóknaraðila og staðfesti Landsréttur úrskurðinn með vísan til forsenda úrskurðar héraðsdóms.

Úrskurðinn í heild sinni má nálgast hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.