Enski boltinn

Jón Daði orðinn leikmaður Millwall

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Daði færir sig um set í Englandi
Jón Daði færir sig um set í Englandi mynd/millwall
Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Millwall í Championshipdeildinni í fótbolta.

Jón Daði hefur verið á mála hjá Reading, sem spilar í sömu deild, síðustu tvö ár en í sumar fékk hann þau skilaboð frá félaginu að hann mætti fara annað.

Selfyssingurinn var orðaður við Millwall í vikunni en nú eru félagsskiptin orðin staðfest.





Jón Daði skoraði sjö mörk í 20 leikjum fyrir Reading á síðasta tímabili en hann spilaði ekki með liðinu frá febrúar og út tímabilið.

„Ég hef vitað um áhuga Milwall í smá tíma og er mjög ánægður með að þetta sé komið í gegn og ég geti hitt strákana og farið af stað,“ sagði Jón Daði við heimasíðu Millwall.

Íslenski landsliðsframherjinn er fimmti leikmaðurinn sem Millwall fær til sín í sumar. Lið Millwall, með Jón Daða innanborðs, fer til Portúgal í æfingabúðir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×