Enski boltinn

Jón Daði orðinn leikmaður Millwall

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Daði færir sig um set í Englandi
Jón Daði færir sig um set í Englandi mynd/millwall

Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Millwall í Championshipdeildinni í fótbolta.

Jón Daði hefur verið á mála hjá Reading, sem spilar í sömu deild, síðustu tvö ár en í sumar fékk hann þau skilaboð frá félaginu að hann mætti fara annað.

Selfyssingurinn var orðaður við Millwall í vikunni en nú eru félagsskiptin orðin staðfest.
Jón Daði skoraði sjö mörk í 20 leikjum fyrir Reading á síðasta tímabili en hann spilaði ekki með liðinu frá febrúar og út tímabilið.

„Ég hef vitað um áhuga Milwall í smá tíma og er mjög ánægður með að þetta sé komið í gegn og ég geti hitt strákana og farið af stað,“ sagði Jón Daði við heimasíðu Millwall.

Íslenski landsliðsframherjinn er fimmti leikmaðurinn sem Millwall fær til sín í sumar. Lið Millwall, með Jón Daða innanborðs, fer til Portúgal í æfingabúðir í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.