Innlent

Ferðamaður læstist inni á almenningssalerni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá miðbæ Reykjavíkur þar sem fjöldi ferðamanna fer um á hverjum degi en einn þeirra lenti í smá ógöngum í dag.
Frá miðbæ Reykjavíkur þar sem fjöldi ferðamanna fer um á hverjum degi en einn þeirra lenti í smá ógöngum í dag. vísir/vilhelm
Um klukkan hálfellefu í morgun barst lögreglu tilkynning um ferðamann sem læstur var inni á almenningssalerni í miðbænum.

Lögreglu tókst að koma ferðamanninum út og kom skilaboðum til Reykjavíkurborgar um bilaða hurð á umræddu almenningssalerni.

Einnig er þess getið í dagbók lögreglu að á milli klukkan 06:48 til klukkan 08:45 bárust lögreglu nokkrar tilkynningar um þrítuga konu sem lét undarlega í hverfi 104.

Konan fannst að lokum í annarlegu ástandi. Hún er grunuð um þjónfað á nokkrum stöðum og var handtekin og vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Hún hafði meðferðis ýmsa muni sem taldir eru þýfi.

Þá var tilkynnt um umferðarslys í Skeiðarvogi klukkan 07:46. Ökumaður hafði misst stjórn á bíl sínum í krappri beygju og hafnað utan vegar í trjágróðri.

Bíllinn var óökufær eftir slysið og var farþegi fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Meiðsli eru talin minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×