Innlent

Ferðamaður læstist inni á almenningssalerni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá miðbæ Reykjavíkur þar sem fjöldi ferðamanna fer um á hverjum degi en einn þeirra lenti í smá ógöngum í dag.
Frá miðbæ Reykjavíkur þar sem fjöldi ferðamanna fer um á hverjum degi en einn þeirra lenti í smá ógöngum í dag. vísir/vilhelm

Um klukkan hálfellefu í morgun barst lögreglu tilkynning um ferðamann sem læstur var inni á almenningssalerni í miðbænum.

Lögreglu tókst að koma ferðamanninum út og kom skilaboðum til Reykjavíkurborgar um bilaða hurð á umræddu almenningssalerni.

Einnig er þess getið í dagbók lögreglu að á milli klukkan 06:48 til klukkan 08:45 bárust lögreglu nokkrar tilkynningar um þrítuga konu sem lét undarlega í hverfi 104.

Konan fannst að lokum í annarlegu ástandi. Hún er grunuð um þjónfað á nokkrum stöðum og var handtekin og vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Hún hafði meðferðis ýmsa muni sem taldir eru þýfi.

Þá var tilkynnt um umferðarslys í Skeiðarvogi klukkan 07:46. Ökumaður hafði misst stjórn á bíl sínum í krappri beygju og hafnað utan vegar í trjágróðri.

Bíllinn var óökufær eftir slysið og var farþegi fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Meiðsli eru talin minniháttar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.