Innlent

Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Árásin átti sér stað í heimahúsi á Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags.
Árásin átti sér stað í heimahúsi á Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags. Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Þetta staðfestir Gísli Auðbergsson verjandi mannsins í samtali við fjölmiðla í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Wilhelmssyni yfirlögregluþjóni á Austurlandi er hinn grunaði um þrítugt. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi Austurlands í gær á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um tilraun til manndráps.

Lögregla hefur ekki rætt við manninn í dag en rannsókn málsins snýr nú aðallega að gagnasöfnun.

Þá hefur ekkert verið rætt við manninn sem varð fyrir árásinni síðan á vettvangi en hann gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í Reykjavík og er líðan hans ágæt eftir atvikum. Jónas gerir ráð fyrir að rætt verði við hann aftur þegar hann hefur heilsu til.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.