Innlent

Tveir handteknir eftir slagsmál í Hálsahverfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögregla kallaði eftir aðstoð sérsveitar til að tryggja öryggi.
Lögregla kallaði eftir aðstoð sérsveitar til að tryggja öryggi. vísir/vilhelm

Tveir menn voru handteknir núna á fjórða tímanum í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í Hálsahverfi.

Þar hafði komið til slagsmála að sögn Valgarðs Valgarðssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt hafði verið um að einhver eða einhverjir með exi á sér eða eitthvað slíkt vopn og var sérsveitin því kölluð til að aðstoða við handtöku til að tryggja öryggi. Slíkt er venjubundið þegar grunur leikur á að fólk sé vopnað.

Valgarður segir að fleiri menn hafi verið á vettvangi en þeir tveir sem voru handteknir en ekki er vitað hversu margir voru á staðnum. Þá liggur heldur ekki fyrir hvort einhver hafi verið vopnaður.

Rannsókn málsins er á frumstigi að sögn Valgarðs en aðgerðum er lokið á vettvangi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.