Fótbolti

Hermann á flestu leikina, Gylfi flestu mörkin og Eiður Smári oftast meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eiður fagnar titli með Barcelona.
Eiður fagnar titli með Barcelona. vísir/getty
Leifur Grímsson, sparkspekingur, hefur verið duglegur að vekja athygli á skemmtilegri tölfræði á Twitter-síðu sinni og hann hélt uppteknum hætti í gær.

Leifur, sem er fótboltaáhugamaður mikill, hefur verið að mestu að fjalla um tölfræði Pepsi Max-deildarinnar og meðal annars tekið saman stoðsendingar og mörk og fleira í þeim dúr.







Í gær beindi Leifur spjótum sínum að íslenskum atvinnumönnum, núverandi og fyrrverandi, sem hafa leikið í fjórum stærstu deildunum; þeirri ensku, spænsku, þýsku og spænsku.

Þar kemur fram að Hermann Hreiðarsson á flestu leikina í deildunum fjórum en Hermann spilaði 332 leiki á Englandi. Í öðru sætinu er Eiður Smári með 283 leiki en hann á hins vegar flestu titlanna.

Í þriðja sæti er Gylfi Sigurðsson en hann fer yfir Eið í leikjum í vetur er tímabilið fer í gang hjá Everton. Gylfi á flestu mörkin eða 68 talsins.

Listann í heild sinni má sjá hér að neðan en benda má þó á að það vantar til að mynda tvo titla inn hjá Eyjólfi Sverrissyni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×