Enski boltinn

Arsenal hækkar tilboð sitt í leikmann Celtic

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tierney hefur unnið átta stóra titla með Celtic.
Tierney hefur unnið átta stóra titla með Celtic. vísir/getty

Arsenal hefur hækkað tilboð sitt í Kieran Tierney, leikmann Celtic, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Celtic hafnaði fyrsta tilboði Arsenal í vinstri bakvörðinn. Það hljóðaði upp á 15 milljónir punda en talið er að nýja tilboðið sé í kringum 25 milljónir punda.

Tierney, sem er 22 ára, hefur leikið með Celtic síðan 2015, alls 170 leiki. Hann hefur fjórum sinnum orðið skoskur meistari með félaginu.

Tierney lék sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland fyrir þremur árum og hefur alls leikið tólf landsleiki.

Arsenal hefur farið sér hægt á félagaskiptamarkaðnum í sumar og aðeins keypt Gabriel Martinelli, 18 ára Brasilíumann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.