Enski boltinn

Arsenal vill fá markakóng Suður-Ameríkukeppninnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Everton skoraði þrjú mörk í Suður-Ameríkukeppninni og var markakóngur hennar.
Everton skoraði þrjú mörk í Suður-Ameríkukeppninni og var markakóngur hennar. vísir/getty

Arsenal hefur áhuga á að fá brasilíska landsliðsmanninn Everton Soares til félagsins.

Everton sló í gegn í Suður-Ameríkukeppninni. Hann var markahæsti leikmaður hennar og var valinn maður úrslitaleiks keppninnar þar sem Brasilía vann Perú, 3-1. Everton skoraði þrjú mörk í Suður-Ameríkukeppninni, jafn mörg og Perúmaðurinn Paolo Guerrero, en fékk Gullskóinn þar sem hann lék færri mínútur en Guerrero.

Edu, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, hefur rætt við umboðsmann Evertons um hvort skjólstæðingur hans hafi áhuga á að ganga til liðs við Skytturnar.

Everton leikur með Gremio í heimalandinu og er með samning við félagið til 2022. Talið er að Arsenal gæti fengið Everton fyrir um 45 milljónir punda.

Arsenal er í leit að kantmanni og hefur m.a. verið orðað við Wilfried Zaha og Nicolas Pépé í sumar.

Á síðasta tímabili endaði Arsenal í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst í úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Chelsea, 4-1.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.