Innlent

Siglinganámskeið vinsæl á meðal krakka yfir sumartímann

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar

Þau eru fjölbreytt og mörg námskeiðin sem eru boði fyrir börn á meðan skólinn er í sumarfríi. Eitt þeirra hefur vaxið þó nokkuð síðustu ár og er það siglinganámskeið við Naustavör í Kópavogi. Fréttastofan hitti þar nokkra hressa krakka í dag og forvitnaðist um hvers vegna þetta námskeið nýtur svona mikilla vinsælda.

Siglingaklúbburinn Kópanes hefur síðustu ár haldið siglinganámskeið fyrir börn fædd á árunum 2006 til 2009. Þar er farið í grunnatriðin í siglingum, róður á árabátum, kanóum og siglingum á seglbátum. Dagarnir á námskeiðinu eru svipaðir en alltaf skemmtilegir segir Tryggvi Þór Skarphéðinsson, einn af leiðbeinendum námskeiðsins.

„Dagurinn byrjar inni á smá leikjum, svo förum við kannski út á sjó og tökum með okkur nesti. Þetta er svolítið svona blanda af bátanámskeiði og leikjanámskeiði hjá Kópavogi, segir Tryggvi.

Stefanía Agnes Benjamínsdóttir, Ásta Andradóttir og Ólafur Erlingsson, sem eru á námskeiðinu, sammælast öll um aðþað skemmtilegasta við námskeiðið sé að mega bara leika sér og að hoppa endalaust í sjóinn. 

Þau hafa öll áður farið á námskeiðið og segja það mikinn hápunkt sumarsins. Það er algjörlega augljóst að fjörið er mikið og ekki amalegt að verja deginum í og við sjóinn, en gleðina og fjörið má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.