Innlent

Pétur Markan ráðinn sam­skipta­stjóri Biskups­stofu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pétur Georg Markan er nýr samskiptastjóri Biskupsstofu.
Pétur Georg Markan er nýr samskiptastjóri Biskupsstofu.

Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Frá þessu er greint á vef Biskupsstofu en starfið var auglýst laust til umsóknar fyrr í sumar. 

Pétur, sem ráðinn var úr hópi 26 umsækjenda, hefur undanfarin ár starfað sem sveitarstjóri Suðavíkurhrepps ásamt því að leiða Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu.

Þá hefur Pétur einnig starfað á markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands og sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Pétur lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands. Hann mun hefja störf á Biskupsstofu í byrjun ágúst.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.