Innlent

26 vilja starf samskiptastjóra Biskupsstofu

Andri Eysteinsson skrifar
Biskupsstofa hefur verið til húsa á Laugavegi 31 frá árinu 2001. Biskupsstofa flytur hins vegar brátt á Katrínartún.
Biskupsstofa hefur verið til húsa á Laugavegi 31 frá árinu 2001. Biskupsstofa flytur hins vegar brátt á Katrínartún. vísir/ernir
Tuttugu og sex einstaklingar hafa sótt um stöðu samskiptastjóra Biskupsstofu en umsóknarfrestur rann út mánudaginn 24. júní síðastliðinn. Þeirra á meðal er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Ríkisstjórnarinnar, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps RÚV greindi fyrst frá. 

Í starfinu felst umsjón með kynningarmálum, ímyndarmál, skipulag funda, auk annarra verkefna.

Þau 26 sem gert hafa hosur sínar grænar fyrir Þjóðkirkjunni eru:

Ásdís Gíslason, markaðsfræðingur.

Bjarni Einarsson, samskiptastjóri.

Brynjólfur Ólason, miðlunarsérfræðingur.

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri.

Emmanuel Caamic, starfsmaður Landspítala.

Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.

Guðrún Erlingsdóttir, blaðamaður.

Halldór Elías Guðmundsson, djákni.

Hannes Valur Bryndísarson, stjórnmálafræðingur.

Heba Soffía Björnsdóttir, verkefnastjóri.

Helgi Magnússon, markaðsfræðingur

Ingi Karlsson, sjálfstætt starfandi.

Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir, mannfræðingur.

Jóhann Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri.

Jón Tryggvi Sveinsson, aðstoðarmaður.

Magnús Bjarni Baldursson, framkvæmdastjóri.

María Gunnarsdóttir, verkefnastjóri.

María Margrét Jóhannsdóttir, alþjóðasamskiptafræðingur.

Pétur G. Markan, sveitarstjóri.

Ravi Bharatbhai Jani, framkvæmdastjóri.

Sigurður Már Jónsson, blaðamaður.

Sigurður Sigurðarson, markaðsráðgjafi.

Snorri Kristjánsson, samskipta- og fjölmiðlafræðingur.

Þorgeir Freyr Sveinsson, guðfræðingur og framkvæmdastjóri.

Þorsteinn Ólafs, viðskiptafræðingur.

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×