Fátt bendir til að dregið hafi úr matarsóun Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:00 Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla. Talsmaður samtaka sem vinna gegn matarsóun segir að stjórnvöld og fyrirtæki þurfi að axla meiri ábyrgð. Ekki sé nóg að benda á einstaklinga. Þrátt fyrir aukna umræðu um matarsóun bendir ekkert til þess að dregið hafi úr henni síðustu ár. Gríðarlegt magn af matvælum fer í ruslið á hverjum degi og greindi morgunblaðið frá því í dag að samkvæmt könnun sem hjúkrunarheimilið Eir gerði henda þau tæplega sextíu kílóum af mat á hverjum degi sem gera Tæplega 400 kíló á viku. „Það þarf að setja strangari reglur eins og um lífrænan úrgang. Frakkar eru að fara að setja lög um að það megi ekki urða hvorki fatnað, lífrænan úrgang og mikið talað um matvæli og hliðar afurðir úr matvælaframleiðslu og raftæki. Þetta erum við farin að sjá miklu meira af. Við verðum líka að fara að líta á þessa hluti, eins og matvæli, þetta er ekki rusl þetta er hráefni og það er alveg hægt að nýta þetta í eitthvað annað," segir Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla. Í haust mun Umhverfisstofnun leita til um eitt þúsund heimila og sjö hundruð fyrirtækja til að kanna matarsóun. Sambærileg könnun var framkvæmd árið 2016 en þá fengust aðeins svör frá 84 fyrirtækjum af þeim 701 sem leitað var til. „Vinnustaðir og stjórnvöld þurfa að sýna gott fordæmi í þessu og vera fyrirmyndirnar okkar. Það er ekki alltaf hægt að bauna að neytandanum að breyta ef stóru risarnir í kringum okkur eru ekki að gera neitt," segir hún. Í fréttablaðinu í dag kom fram að Reykvíkingar henda gríðarlega mikið af mat og drykk á hverju ári. „Ég sá tölur að Reykvíkingar, við hendum mat fyrir fjögur þúsund og fimm hundruð milljónir á ári, fjórir og hálfur milljarður. Á sama tíma er borgin að tala um að hana vanti pening. Þetta er svolítið skrítið að hann liggi bara í ruslatunnunni,“ segir hún. Umhverfismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Talsmaður samtaka sem vinna gegn matarsóun segir að stjórnvöld og fyrirtæki þurfi að axla meiri ábyrgð. Ekki sé nóg að benda á einstaklinga. Þrátt fyrir aukna umræðu um matarsóun bendir ekkert til þess að dregið hafi úr henni síðustu ár. Gríðarlegt magn af matvælum fer í ruslið á hverjum degi og greindi morgunblaðið frá því í dag að samkvæmt könnun sem hjúkrunarheimilið Eir gerði henda þau tæplega sextíu kílóum af mat á hverjum degi sem gera Tæplega 400 kíló á viku. „Það þarf að setja strangari reglur eins og um lífrænan úrgang. Frakkar eru að fara að setja lög um að það megi ekki urða hvorki fatnað, lífrænan úrgang og mikið talað um matvæli og hliðar afurðir úr matvælaframleiðslu og raftæki. Þetta erum við farin að sjá miklu meira af. Við verðum líka að fara að líta á þessa hluti, eins og matvæli, þetta er ekki rusl þetta er hráefni og það er alveg hægt að nýta þetta í eitthvað annað," segir Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla. Í haust mun Umhverfisstofnun leita til um eitt þúsund heimila og sjö hundruð fyrirtækja til að kanna matarsóun. Sambærileg könnun var framkvæmd árið 2016 en þá fengust aðeins svör frá 84 fyrirtækjum af þeim 701 sem leitað var til. „Vinnustaðir og stjórnvöld þurfa að sýna gott fordæmi í þessu og vera fyrirmyndirnar okkar. Það er ekki alltaf hægt að bauna að neytandanum að breyta ef stóru risarnir í kringum okkur eru ekki að gera neitt," segir hún. Í fréttablaðinu í dag kom fram að Reykvíkingar henda gríðarlega mikið af mat og drykk á hverju ári. „Ég sá tölur að Reykvíkingar, við hendum mat fyrir fjögur þúsund og fimm hundruð milljónir á ári, fjórir og hálfur milljarður. Á sama tíma er borgin að tala um að hana vanti pening. Þetta er svolítið skrítið að hann liggi bara í ruslatunnunni,“ segir hún.
Umhverfismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira