Innlent

Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Eins og sjá má hafði sígarettum í söluumbúðum verið haganlega komið fyrir í hurðaflekunum.
Eins og sjá má hafði sígarettum í söluumbúðum verið haganlega komið fyrir í hurðaflekunum. Tollgæslan

Tollverðir lögðu í gær hald á umtalsvert magn tóbaks og annan varning sem tilraun var gerð til að smygla inn til landsins með Norrænu. Um var að ræða sígarettupakkningar sem komið hafði verið fyrir í nokkrum hurðaflekum og pakkað inn í söluumbúðir. Málið kom upp þegar ferjan kom til landsins.

Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Einn maður var kærður vegna málsins og greiddi hann sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst.

Undanfarið hafa tollverðir lagt hald á ólöglega innflutta stera í þremur aðskildum málum sem hafa komið upp við komu Norrænu til landsins. Lagt var hald á um tuttugu þúsund töflur í föstu formi og tæpa þrjá lítra í fljótandi formi. Málin eru enn til rannsóknar.

Eins og sjá má eru sígaretturnar vel faldar Tollgæslan
Sterar sem lagt hefur verið hald á Tollgæslan


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.