Erlent

Slapp úr eldsvoða á fleygiferð niður nítján hæða fjölbýlishús

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn, inni í rauðum hring, á fleygiferð niður húsvegginn.
Maðurinn, inni í rauðum hring, á fleygiferð niður húsvegginn.

Karlmaður forðaði sér úr eldsvoða í nítján hæða fjölbýlishúsi í bandarísku borginni Fíladelfíu með því að fara út um glugga og klifra niður á jafnsléttu. Atvikið náðist á myndband og þykir maðurinn hafa unnið mikið þrekvirki en hann var aðeins um þrjár mínútur niður húsvegginn.

Talið er að eldurinn hafi kviknaði í sorprennu í húsinu í gærkvöldi. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að eldurinn hafi fljótlega læst sig í efri hæðir hússins og fyllt þær af reyk.

Slökkvilið réði niðurlögum eldsins um klukkutíma eftir að hann kom upp. Fjórir íbúar og þrír lögreglumenn slösuðust en að öðru leyti komust allir heilu og höldnu út úr húsinu, þar á meðal maðurinn sem klifraði niður vegginn. Hann hefur ekki verið nafngreindur.

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.