Brexit-sinnar sneru baki í „Óðinn til gleðinnar“ Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 13:52 Nigel Farage og félagar mótmæltu evrópskri samvinnu í Evrópuþinginu við upphaf þingfundar í dag. Vísir/EPA Nýkjörnir fulltrúar Brexit-flokksins breska á Evrópuþinginu mótmæltu Evrópusambandinu undir einkennisstefi þess, „Óði til gleðinnar“, í morgun. Sneru þingmennirnir bakinu við flutningi tónverksins. Katalónskir Evrópuþingmenn stóðu einnig fyrir mótmælum í dag. Brexit-flokkurinn vann sigur í Evrópuþingskosninum á Bretlandi í maí. Hann er meðal annars skipaður fyrrverandi félögum í Breska sjálfstæðisflokknum (Ukip) eins og Nigel Farage og öðrum andstæðingum Evrópusambandsins. Nýtt Evrópuþing kom saman til fundar í Strasbourg fyrsta skipti í dag. Risu þingmenn þá á fætur undir „Óði til gleðinnar“ eftir Bethoven, einkennisstefi Evrópusambandsins, sem saxófónkvartet lék. Þá sneru þingmenn Brexit-flokksins bakinu við flutningnum. Antonio Tajani, fráfarandi forseti Evrópuþingsins, skammaði þingmennina fyrir virðingarleysi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það er til marks um virðingu að rísa úr sætum. Það þýðir ekki að þú deilir endilega skoðunum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars lands rístu á fætur,“ sagði Tajani. Fulltrúar Frjálslyndra demókrata frá Bretlandi mættu í stuttermabolum sem á stóð „Stöðvum Brexit“.The @LibDems MEPs are gathering now for the first Strasbourg session with their trademark “b****cks to #Brexit” t-shirts. pic.twitter.com/pvdlNqL5W8— Adam Fleming (@adamfleming) July 2, 2019 Fyrir utan þingið komu hundruð katalónskra sjálfstæðissinna saman til að mótmæla því að þrír leiðtogar þeirra sem voru kjörnir á Evrópuþingið fái ekki að taka sæti þar. Sumir þingmenn stilltu upp myndum af þeim við sæti þeirra. Sjálfstæðissinnarnir fá ekki að taka sæti sín vegna þess að þeir flúðu til Brussel eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði sem þeir stóðu fyrir var dæmd ólögleg. Því voru þeir ekki viðstaddir innsetningarathöfn í Madrid eins og reglur kveða á um. Erfiðlega hefur gengið fyrir leiðtoga Evrópusambandsins að koma sér saman um hvernig skuli velja í æðstu embætti þess. Rætt er um að Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, verði forseti framkvæmdastjórnarinnar og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, verði forseti leiðtogaráðsins. Þá hefur Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verið nefnd sem næsti seðlabankastjóri Evrópu. Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Nýkjörnir fulltrúar Brexit-flokksins breska á Evrópuþinginu mótmæltu Evrópusambandinu undir einkennisstefi þess, „Óði til gleðinnar“, í morgun. Sneru þingmennirnir bakinu við flutningi tónverksins. Katalónskir Evrópuþingmenn stóðu einnig fyrir mótmælum í dag. Brexit-flokkurinn vann sigur í Evrópuþingskosninum á Bretlandi í maí. Hann er meðal annars skipaður fyrrverandi félögum í Breska sjálfstæðisflokknum (Ukip) eins og Nigel Farage og öðrum andstæðingum Evrópusambandsins. Nýtt Evrópuþing kom saman til fundar í Strasbourg fyrsta skipti í dag. Risu þingmenn þá á fætur undir „Óði til gleðinnar“ eftir Bethoven, einkennisstefi Evrópusambandsins, sem saxófónkvartet lék. Þá sneru þingmenn Brexit-flokksins bakinu við flutningnum. Antonio Tajani, fráfarandi forseti Evrópuþingsins, skammaði þingmennina fyrir virðingarleysi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það er til marks um virðingu að rísa úr sætum. Það þýðir ekki að þú deilir endilega skoðunum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars lands rístu á fætur,“ sagði Tajani. Fulltrúar Frjálslyndra demókrata frá Bretlandi mættu í stuttermabolum sem á stóð „Stöðvum Brexit“.The @LibDems MEPs are gathering now for the first Strasbourg session with their trademark “b****cks to #Brexit” t-shirts. pic.twitter.com/pvdlNqL5W8— Adam Fleming (@adamfleming) July 2, 2019 Fyrir utan þingið komu hundruð katalónskra sjálfstæðissinna saman til að mótmæla því að þrír leiðtogar þeirra sem voru kjörnir á Evrópuþingið fái ekki að taka sæti þar. Sumir þingmenn stilltu upp myndum af þeim við sæti þeirra. Sjálfstæðissinnarnir fá ekki að taka sæti sín vegna þess að þeir flúðu til Brussel eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði sem þeir stóðu fyrir var dæmd ólögleg. Því voru þeir ekki viðstaddir innsetningarathöfn í Madrid eins og reglur kveða á um. Erfiðlega hefur gengið fyrir leiðtoga Evrópusambandsins að koma sér saman um hvernig skuli velja í æðstu embætti þess. Rætt er um að Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, verði forseti framkvæmdastjórnarinnar og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, verði forseti leiðtogaráðsins. Þá hefur Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verið nefnd sem næsti seðlabankastjóri Evrópu.
Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13
Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15