Sturtuferð og öryggisbelti hápunktar í eftirminnilegri Íslandsferð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 21:30 Kenísk fótboltabörn komu til Íslands í gær til að keppa á ReyCup fótboltamótinu. Börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía en íslenskt góðgerðarfélag rekur skólann. Hér upplifa börnin hluti sem þeir hafa aldrei prufað áður eins og að setja á sig öryggisbelti. Bakgrunnur verkefnisins tengist skólastarfi í Kenía. En á síðustu 10 árum hafa hjónin og Hafnfirðingarnir Paul Rames og Rosmary Atien með hjálp góðra vina safnað fjármagni til að reka skólastarf í Keníu. Félagið rekur skóla sem kallast litli Versló, leikskóla og nú fótboltalið þar í landi. „Síðan kemur upp þessi hugmynd að leyfa einu liðinu að taka þátt í ReyCup á Íslandi. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að bjóða liðinu til landsins endurgjaldslaust,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, talsmaður góðgerðarfélagsins Tears Children and Youth Aid. Þá þurfti að fjármagna allan ferðakostnað og uppihald strákanna. Góðgerðarfélagið hafði tuttugu daga til að safna ríflega þremur milljónum og það tókst. Strákarnir ganga allir í grunnskólann Litla-Versló.PAUL RAMES Heimilisaðstæður strákanna í Kenía eru erfiðar. Flestir búi við mikla fátækt og eru nokkrir þeirra munaðarlausir. Fæstir strákanna hafa farið út fyrir þorpið sitt og enginn þeirra hefur farið erlendis áður. Eins og heyra má eru strákarnir gríðarlega þakklátir fyrir tækifærið. „Mér líður vel þegar ég sé Ísland. Við komum hingað til að spila fótbolta. Ég er spenntur yfir að vera á Íslandi. Ég er glaður. Ísland er gott land og þetta er góð borg. Þakka ykkur fyrir,“ sagði einn strákanna. Fótboltaliðið kom til landsins í gær og segir Gunnar að frá því að ferðalagið hófst hafi strákarnir upplifað heiminn á nýjan hátt „Bara það að fara í bílferð. Við þurftum að kenna þeim að nota öryggisbelti. Í morgun fengu þeir allir hver sinn fótbolta, en enginn þeirra hefur átt sinn fótbolta sjálfur,“ sagði Gunnar. Í gær fóru strákarnir í sundferð sem var hápunktur dagsins. „Ég í rauninni uppgötvaði ekki fyrr en við komum í fataklefann og fórum að gera okkur klára að þetta var í fyrsta skipti sem þeir fóru í sturtu. Það var risa stór upplifun fyrir þá og í rauninni hefðum við getað sleppt sundferðinni því sturtuferðin var svo merkileg. Það var algjörlega frábært augnablik þegar þeir hlupu og við horfðum á heilt Kenískt fótboltalið hlaupa inn í Suðurbæjarlaug og þeir hoppuðu allir ofan í laugina á sama tíma. Leikurinn í þeim og gleðin var alveg ótrúleg,“ sagði Gunnar Axel. Fótboltaliðið við komuna til ÍslandsAÐSEND MYND Íslandsvinir Kenía ReyCup Íþróttir barna Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Kenísk fótboltabörn komu til Íslands í gær til að keppa á ReyCup fótboltamótinu. Börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía en íslenskt góðgerðarfélag rekur skólann. Hér upplifa börnin hluti sem þeir hafa aldrei prufað áður eins og að setja á sig öryggisbelti. Bakgrunnur verkefnisins tengist skólastarfi í Kenía. En á síðustu 10 árum hafa hjónin og Hafnfirðingarnir Paul Rames og Rosmary Atien með hjálp góðra vina safnað fjármagni til að reka skólastarf í Keníu. Félagið rekur skóla sem kallast litli Versló, leikskóla og nú fótboltalið þar í landi. „Síðan kemur upp þessi hugmynd að leyfa einu liðinu að taka þátt í ReyCup á Íslandi. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að bjóða liðinu til landsins endurgjaldslaust,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, talsmaður góðgerðarfélagsins Tears Children and Youth Aid. Þá þurfti að fjármagna allan ferðakostnað og uppihald strákanna. Góðgerðarfélagið hafði tuttugu daga til að safna ríflega þremur milljónum og það tókst. Strákarnir ganga allir í grunnskólann Litla-Versló.PAUL RAMES Heimilisaðstæður strákanna í Kenía eru erfiðar. Flestir búi við mikla fátækt og eru nokkrir þeirra munaðarlausir. Fæstir strákanna hafa farið út fyrir þorpið sitt og enginn þeirra hefur farið erlendis áður. Eins og heyra má eru strákarnir gríðarlega þakklátir fyrir tækifærið. „Mér líður vel þegar ég sé Ísland. Við komum hingað til að spila fótbolta. Ég er spenntur yfir að vera á Íslandi. Ég er glaður. Ísland er gott land og þetta er góð borg. Þakka ykkur fyrir,“ sagði einn strákanna. Fótboltaliðið kom til landsins í gær og segir Gunnar að frá því að ferðalagið hófst hafi strákarnir upplifað heiminn á nýjan hátt „Bara það að fara í bílferð. Við þurftum að kenna þeim að nota öryggisbelti. Í morgun fengu þeir allir hver sinn fótbolta, en enginn þeirra hefur átt sinn fótbolta sjálfur,“ sagði Gunnar. Í gær fóru strákarnir í sundferð sem var hápunktur dagsins. „Ég í rauninni uppgötvaði ekki fyrr en við komum í fataklefann og fórum að gera okkur klára að þetta var í fyrsta skipti sem þeir fóru í sturtu. Það var risa stór upplifun fyrir þá og í rauninni hefðum við getað sleppt sundferðinni því sturtuferðin var svo merkileg. Það var algjörlega frábært augnablik þegar þeir hlupu og við horfðum á heilt Kenískt fótboltalið hlaupa inn í Suðurbæjarlaug og þeir hoppuðu allir ofan í laugina á sama tíma. Leikurinn í þeim og gleðin var alveg ótrúleg,“ sagði Gunnar Axel. Fótboltaliðið við komuna til ÍslandsAÐSEND MYND
Íslandsvinir Kenía ReyCup Íþróttir barna Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira