Fótbolti

Tileinkaði markið langömmu sinni sem hann hafði gleymt nafninu á

Anton Ingi Leifsson skrifar
Richarlison með bikarinn í gær.
Richarlison með bikarinn í gær. vísir/getty

Brasilía varð í gærkvöldi Suður-Ameríkumeistari í níunda sinn er liðið bar sigurð af Síle í úrslitaleiknum. Lokatölur urðu 3-1 sigur Brassana sem standa uppi sem verðskuldaðir sigurvegarar.

Richarlison, samherja Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, kom inn á sem varamaður um miðbik síðari hálfleiksins og skoraði hann þriðja mark Brasilíu úr vítaspyrnu undir lokin.

Eftir leikinn ræddi brasilíski framherjinn við fjölmiðla og sagðist tileinka markið langömmu sinni sem missti eiginmann sinn á dögunum.

Það gekk ekki betur en svo að fjölmiðlamaðurinn spurði Richarlison um nafn á henni. Þá hafði hann steinglemt nafninu og sagði að tilfinningar væru það miklar að hann væri búinn að gleyma nafni langömmu sinnar.

Hann sagði hins vegar að ef hann myndi muna nafnið myndi hann koma og láta þá vita. Stuttu síðar kom hann hlaupandi og sagði nafn hennar væri Dona Julita. Allt er gott sem endar vel.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.