Tólf ára bið Brasilíu á enda: Mark, stoðsending og rautt spjald hjá Gabriel Jesus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jesus fagnar marki í kvöld.
Jesus fagnar marki í kvöld. vísir/getty
Brasilía er Suður-Ameríku meistari á heimavelli eftir 2-1 sigur á Perú í úrslitaleiknum sem fór fram á hinum goðsagnakennda Maracana-leikvangi í Brasilíu.Þetta var níundi titill Brasilíu í Suður-Ameríku keppninni en fyrsti síðan 2007 er liðið vann mótið. Liðið hafði ekki farið í úrslitaleik mótsins síðan þá.Það var stundarfjórðungur liðinn er fyrsta markið kom. Gabriel Jesus lék sér þá að varnarmönnum Perú, gaf frábæra sendingu fyrir markið þar sem vængmaðurinn Everton var réttur maður á réttum stað.Perú náði þó að jafna metin fyrir hlé. Þeir fengu vítaspyrnu á 44. mínútu og úr vítinu skoraði Jose Paolo Guerrero. Þetta var fyrsta markið sem Alisson, markvörður Brasilíu, fær á sig á mótinu.Brassarnir voru þó ekki lengi að koma sér aftur  yfir. Einungis mínútu síðar voru þeir komnir aftur yfir. Arthur átti laglegan sprett, fann Gabriel Jesus sem var einn á auðum sjó og brást ekki bogalistinn.Staðan 2-1 fyrir Brasilíu í hálfleik en Gabriel Jesus hélt áfram að vera í eldlínunni er honum var vikið í sturtu á 70. mínútu. Hann fékk þá sitt annað gula spjald, eftir skoðun í VARsjánni, og þar með rautt. Alls ekki sáttur Jesus grét í göngunum.Ellefu leikmenn Perú náðu þó ekki að koma boltanum í netið og Brassarnir bættu við þriðja markinu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma er Richarlison skoraði úr ódýrri vítaspyrnu. Lokatölur 3-1 Brasilíu og níundi Suður-Ameríkutitill Brassa í húsi.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.