Fótbolti

Sjáðu mörkin úr úrslitaleiknum og Gabriel Jesus brotna niður í göngunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jesus var meira en lítið ósáttur með að þurfa að fara af velli
Jesus var meira en lítið ósáttur með að þurfa að fara af velli vísir/getty

Brasilía varð í gær Suður-Ameríkumeistari í fótbolta eftir sigur á Perú í úrslitaleiknum á Copa America.

Gabriel Jesus var allt í öllu í leiknum. Hann átti stoðsendingu í fyrsta marki Brasilíu, skoraði annað markið og var svo rekinn af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald.

Jesus var alls ekki sáttur við þá niðurstöðu og mátti sjá hann grátandi í göngunum. Hann gat þó farið að brosa þegar leikurinn var flautaður af, 3-1 sigur Brasilíu og fyrsti Suður-Ameríkutitillinn í tólf ár í hús.

Mörkin úr leiknum og gulu spjöld Gabriel Jesus má sjá í klippunum hér að neðan.


Klippa: Gabriel Jesus rekinn af velli

Brasilía - Perú 3-1

Klippa: Brasilía - Perú 3-1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.