Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 10:30 Elliot Broidy er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. AP/David Karp Bandarískur alríkisákærudómstóll rannsakar nú einn helsta fjáraflara Repúblikanaflokksins vegna grunsemda um að hann hafi notfært sér aðstöðu sína sem varaformaður innsetningarnefndar Donalds Trump forseta til að næla sér í viðskiptasamninga við erlenda þjóðarleiðtoga. AP-fréttastofan segir að alríkissaksóknarar í New York hafi krafið innsetningarnefnd Trump gagna um tuttugu einstaklinga og fyrirtækja sem tengjast öll Elliot Broidy sem hefur meðal annars gegnt embætti fjármálastjóra landsnefndar Repúblikanaflokksins. Eins hafa saksóknararnir krafist upplýsingar um erlenda embættismenn sem Broidy er grunaður um að hafa reynt að semja við, þar á meðal núverandi forseta Angóla og tvo rúmenska stjórnmálamenn. Rannsóknin virðist beinast að því hvort að Broidy hafi notfært sér aðstöðu sína til persónulegrar auðgunar. Grunur leikur á að hann hafi notað boð á innsetningarathöfn Trump árið 2017 eða aðgang að forsetanum til að liðka fyrir samningum við erlenda ráðamenn. Önnur alríkisrannsókn er í gangi á innsetningarnefndinni sem skipulagði hátíðarhöld í tengslum við embættitöku Trump. Nefndin safnaði metfé, alls um 107 milljónum dollara, jafnvirði um 13,5 milljarða króna. Sú rannsókn beinist að því hvort að nefndin hafi tekið við ólöglegum framlögum frá útlendingum.Lofaði heimsókn í Mar-a-Lago og fundum í Washington Broidy hefur áður komist í kast við lögin. Hann játaði sig sekan um að hafa gefið opinberum embættismönnum ólöglegar gjafir að andvirði á annað hundrað milljóna króna árið 2009 í tengslum við lífeyrissjóð New York-ríkis. Hann sagði af sér sem aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í fyrra þegar í ljós kom að hann hafði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu 1,6 milljónir dollara til að þegja um kynferðislegt samand þeirra. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump forseta, hafði milligöngu um þagnargreiðsluna árið 2017. Í gögnum sem AP-fréttastofan hefur undir höndum bauð Broidy tveimur angólskum stjórnmálaleiðtogum, þar á meðal João Manuel Gonçalves Lourenço, þáverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseta Angóla, á innsetningarathöfn Trump í Washington-borg. Með boðinu fylgdi milljónadollara samningur öryggisfyrirtækis hans við angólsk stjórnvöld sem Broidy bað um að yrði undirritaður fyrir athöfnina. Þá ræddi Broidy við angólska forsetann um heimsókn í Mar-a-Lago-klúbb Trump á Flórída og lofaði frekari fundum í Washington-borg. Í sama tölvupósti innheimti hann greiðslu fyrir þjónustu fyrirtækis síns. Í stefnu ákærudómstólsins í New York má ráða að Broidy hafi unnið fyrir rúmenska stjórnmálamenn um leið og hann sóttist eftir ábatasömum samningi um öryggisþjónustu þar í landi. Þeirra á meðal var Sorin Grindeanu, þáverandi forsætisráðherra Rúmeníu, og Liviu Dragnea, fyrrverandi leiðtogi Sósíaldemókrata. Sá síðarnefndi afplánar nú fangelsisdóm fyrir misbeitingu valds. Báðir voru viðstaddir embættistöku Trump. Lögfræðingur öryggisfyrirtækis Broidy sagði af sér í október árið 2017 eftir að hann lýsti áhyggjum af spillingu í tengslum við viðræður þess við rúmensk stjórnvöld. Ekkert varð af samningunum.João Lourenço, forseti Angóla, var varnarmálaráðherra þegar honum var boðið á innsetningarathöfn Trump. Á sama tíma gerði ríkisstjórn hans samning við verktakafyrirtæki Broidy.Vísir/EPATalinn hafa reynt að hafa áhrif á stefnu Trump fyrir hönd erlendra ríkja Áður hefur verið fjallað um tengsl Broidy við Sameinuðu arabísku furstadæmin þar sem öryggisverktakafyrirtæki hafa fengið margra milljóna dollara verkefni. Gögn sem New York Times komst yfir í fyrra bentu til þess að Broidy hafi reynt að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump fyrir hönd furstadæmanna, meðal annars þegar þau ásamt nokkrum öðrum ríkjum einangruðu Katar árið 2017. Þrátt fyrir að Katarar hafi verið nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar tók Trump forseti afstöðu með nágrannaríkjum þeirra í deilunni, þvert á vilja þáverandi utanríkisráðherrans Rex Tillerson. Broidy fullyrti þá að Katarar hefðu stolið tölvupóstum hans og lekið til að koma höggi á hann. Lögmenn hans hafna því nú að hann eða öryggisfyrirtæki hans hafi átt í neinum samningum við rúmensk stjórnvöld. Engin tengsl hafi verið á milli samnings þess við stjórnvöld í Angóla og starfa Broidy fyrir innsetningarnefnd Trump. Angóla Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Bandarískur alríkisákærudómstóll rannsakar nú einn helsta fjáraflara Repúblikanaflokksins vegna grunsemda um að hann hafi notfært sér aðstöðu sína sem varaformaður innsetningarnefndar Donalds Trump forseta til að næla sér í viðskiptasamninga við erlenda þjóðarleiðtoga. AP-fréttastofan segir að alríkissaksóknarar í New York hafi krafið innsetningarnefnd Trump gagna um tuttugu einstaklinga og fyrirtækja sem tengjast öll Elliot Broidy sem hefur meðal annars gegnt embætti fjármálastjóra landsnefndar Repúblikanaflokksins. Eins hafa saksóknararnir krafist upplýsingar um erlenda embættismenn sem Broidy er grunaður um að hafa reynt að semja við, þar á meðal núverandi forseta Angóla og tvo rúmenska stjórnmálamenn. Rannsóknin virðist beinast að því hvort að Broidy hafi notfært sér aðstöðu sína til persónulegrar auðgunar. Grunur leikur á að hann hafi notað boð á innsetningarathöfn Trump árið 2017 eða aðgang að forsetanum til að liðka fyrir samningum við erlenda ráðamenn. Önnur alríkisrannsókn er í gangi á innsetningarnefndinni sem skipulagði hátíðarhöld í tengslum við embættitöku Trump. Nefndin safnaði metfé, alls um 107 milljónum dollara, jafnvirði um 13,5 milljarða króna. Sú rannsókn beinist að því hvort að nefndin hafi tekið við ólöglegum framlögum frá útlendingum.Lofaði heimsókn í Mar-a-Lago og fundum í Washington Broidy hefur áður komist í kast við lögin. Hann játaði sig sekan um að hafa gefið opinberum embættismönnum ólöglegar gjafir að andvirði á annað hundrað milljóna króna árið 2009 í tengslum við lífeyrissjóð New York-ríkis. Hann sagði af sér sem aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í fyrra þegar í ljós kom að hann hafði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu 1,6 milljónir dollara til að þegja um kynferðislegt samand þeirra. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump forseta, hafði milligöngu um þagnargreiðsluna árið 2017. Í gögnum sem AP-fréttastofan hefur undir höndum bauð Broidy tveimur angólskum stjórnmálaleiðtogum, þar á meðal João Manuel Gonçalves Lourenço, þáverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseta Angóla, á innsetningarathöfn Trump í Washington-borg. Með boðinu fylgdi milljónadollara samningur öryggisfyrirtækis hans við angólsk stjórnvöld sem Broidy bað um að yrði undirritaður fyrir athöfnina. Þá ræddi Broidy við angólska forsetann um heimsókn í Mar-a-Lago-klúbb Trump á Flórída og lofaði frekari fundum í Washington-borg. Í sama tölvupósti innheimti hann greiðslu fyrir þjónustu fyrirtækis síns. Í stefnu ákærudómstólsins í New York má ráða að Broidy hafi unnið fyrir rúmenska stjórnmálamenn um leið og hann sóttist eftir ábatasömum samningi um öryggisþjónustu þar í landi. Þeirra á meðal var Sorin Grindeanu, þáverandi forsætisráðherra Rúmeníu, og Liviu Dragnea, fyrrverandi leiðtogi Sósíaldemókrata. Sá síðarnefndi afplánar nú fangelsisdóm fyrir misbeitingu valds. Báðir voru viðstaddir embættistöku Trump. Lögfræðingur öryggisfyrirtækis Broidy sagði af sér í október árið 2017 eftir að hann lýsti áhyggjum af spillingu í tengslum við viðræður þess við rúmensk stjórnvöld. Ekkert varð af samningunum.João Lourenço, forseti Angóla, var varnarmálaráðherra þegar honum var boðið á innsetningarathöfn Trump. Á sama tíma gerði ríkisstjórn hans samning við verktakafyrirtæki Broidy.Vísir/EPATalinn hafa reynt að hafa áhrif á stefnu Trump fyrir hönd erlendra ríkja Áður hefur verið fjallað um tengsl Broidy við Sameinuðu arabísku furstadæmin þar sem öryggisverktakafyrirtæki hafa fengið margra milljóna dollara verkefni. Gögn sem New York Times komst yfir í fyrra bentu til þess að Broidy hafi reynt að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump fyrir hönd furstadæmanna, meðal annars þegar þau ásamt nokkrum öðrum ríkjum einangruðu Katar árið 2017. Þrátt fyrir að Katarar hafi verið nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar tók Trump forseti afstöðu með nágrannaríkjum þeirra í deilunni, þvert á vilja þáverandi utanríkisráðherrans Rex Tillerson. Broidy fullyrti þá að Katarar hefðu stolið tölvupóstum hans og lekið til að koma höggi á hann. Lögmenn hans hafna því nú að hann eða öryggisfyrirtæki hans hafi átt í neinum samningum við rúmensk stjórnvöld. Engin tengsl hafi verið á milli samnings þess við stjórnvöld í Angóla og starfa Broidy fyrir innsetningarnefnd Trump.
Angóla Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16