Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. júlí 2019 07:30 Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Fréttablaðið/Eyþór Fern náttúruverndarsamtök hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Í síðasta mánuði kærðu einnig landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga auk deiliskipulags. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerðar yfir Hvalá, byggingar vinnubúða, fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum. Samtökin sem nú fylgja fordæmi landeigenda og kæra eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem Fréttablaðið hefur undir höndum segir að kært sé á grundvelli þess að óheimilt hafi verið að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta. Náttúruverndarlög séu brotin þar sem taka eigi efni úr stöðuvatni sem nýtur verndar og skerða eigi víðerni sem njóti verndar. Þá hafi sú framkvæmd sem leyfið er veitt fyrir ekki farið í gegnum rammaáætlunarferli, samþykkt af Alþingi. Að mati samtakanna séu lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin þar sem ekki sé tekið tillit til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum sem var virkjuninni mjög óhagfellt og hluti af fyrirhugaðri efnistöku hafi ekki verið umhverfismetinn. „Þá hafa samtökin bent sveitarstjórn Árneshrepps og VesturVerki á það áður í formlegu umsagnarferli að það umfangsmikla rask sem fara á í á óbyggðum víðernum má auðveldlega forðast ef markmiðið er að stunda rannsóknir. Ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum nema með því að bera fyrir sig kostnað sem ekki er studdur með gögnum,“ segir í tilkynningu samtakanna sem kæra. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Fern náttúruverndarsamtök hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Í síðasta mánuði kærðu einnig landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga auk deiliskipulags. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerðar yfir Hvalá, byggingar vinnubúða, fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum. Samtökin sem nú fylgja fordæmi landeigenda og kæra eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem Fréttablaðið hefur undir höndum segir að kært sé á grundvelli þess að óheimilt hafi verið að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta. Náttúruverndarlög séu brotin þar sem taka eigi efni úr stöðuvatni sem nýtur verndar og skerða eigi víðerni sem njóti verndar. Þá hafi sú framkvæmd sem leyfið er veitt fyrir ekki farið í gegnum rammaáætlunarferli, samþykkt af Alþingi. Að mati samtakanna séu lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin þar sem ekki sé tekið tillit til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum sem var virkjuninni mjög óhagfellt og hluti af fyrirhugaðri efnistöku hafi ekki verið umhverfismetinn. „Þá hafa samtökin bent sveitarstjórn Árneshrepps og VesturVerki á það áður í formlegu umsagnarferli að það umfangsmikla rask sem fara á í á óbyggðum víðernum má auðveldlega forðast ef markmiðið er að stunda rannsóknir. Ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum nema með því að bera fyrir sig kostnað sem ekki er studdur með gögnum,“ segir í tilkynningu samtakanna sem kæra.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira