Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. júlí 2019 07:30 Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Fréttablaðið/Eyþór Fern náttúruverndarsamtök hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Í síðasta mánuði kærðu einnig landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga auk deiliskipulags. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerðar yfir Hvalá, byggingar vinnubúða, fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum. Samtökin sem nú fylgja fordæmi landeigenda og kæra eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem Fréttablaðið hefur undir höndum segir að kært sé á grundvelli þess að óheimilt hafi verið að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta. Náttúruverndarlög séu brotin þar sem taka eigi efni úr stöðuvatni sem nýtur verndar og skerða eigi víðerni sem njóti verndar. Þá hafi sú framkvæmd sem leyfið er veitt fyrir ekki farið í gegnum rammaáætlunarferli, samþykkt af Alþingi. Að mati samtakanna séu lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin þar sem ekki sé tekið tillit til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum sem var virkjuninni mjög óhagfellt og hluti af fyrirhugaðri efnistöku hafi ekki verið umhverfismetinn. „Þá hafa samtökin bent sveitarstjórn Árneshrepps og VesturVerki á það áður í formlegu umsagnarferli að það umfangsmikla rask sem fara á í á óbyggðum víðernum má auðveldlega forðast ef markmiðið er að stunda rannsóknir. Ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum nema með því að bera fyrir sig kostnað sem ekki er studdur með gögnum,“ segir í tilkynningu samtakanna sem kæra. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Fern náttúruverndarsamtök hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Í síðasta mánuði kærðu einnig landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga auk deiliskipulags. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerðar yfir Hvalá, byggingar vinnubúða, fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum. Samtökin sem nú fylgja fordæmi landeigenda og kæra eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem Fréttablaðið hefur undir höndum segir að kært sé á grundvelli þess að óheimilt hafi verið að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta. Náttúruverndarlög séu brotin þar sem taka eigi efni úr stöðuvatni sem nýtur verndar og skerða eigi víðerni sem njóti verndar. Þá hafi sú framkvæmd sem leyfið er veitt fyrir ekki farið í gegnum rammaáætlunarferli, samþykkt af Alþingi. Að mati samtakanna séu lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin þar sem ekki sé tekið tillit til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum sem var virkjuninni mjög óhagfellt og hluti af fyrirhugaðri efnistöku hafi ekki verið umhverfismetinn. „Þá hafa samtökin bent sveitarstjórn Árneshrepps og VesturVerki á það áður í formlegu umsagnarferli að það umfangsmikla rask sem fara á í á óbyggðum víðernum má auðveldlega forðast ef markmiðið er að stunda rannsóknir. Ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum nema með því að bera fyrir sig kostnað sem ekki er studdur með gögnum,“ segir í tilkynningu samtakanna sem kæra.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira