Innlent

Kæra skipulag í Elliðaárdal

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Elliðaárdalur við Stekkjarbakka.
Elliðaárdalur við Stekkjarbakka. Fréttablaðið/Valli

Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa ítrekað andstöðu sína við breytt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdal sem meirihluti borgarráðs samþykkti í síðustu viku.

„Eins og fram er komið felur breytta deiliskipulagið í sér leyfi fyrir uppbyggingu á um 43 þúsund fermetra lóð þar sem meðal annars stendur til að byggja 4.500 fermetra gróðurhús með tilheyrandi bílastæði norðan við Stekkjarbakka, ofaní Elliðaárdalinn á lítið raskað svæði. Slík bygging mun meðal annars hafa í för með sér umhverfismengun vegna nálægðar við uppeldisstöðvar laxaseiða í Elliðaárdalnum, auk ljósmengunar,“ segir í yfirlýsingu frá Hollvinasamtökum Elliðaárdals. Málsmeðferð borgaryfirvalda gefi tilefni til þess að kæra málið til Skipulagsstofnunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.