Frumvarpsdrög um námsstyrkjakerfi birt Gígja Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 21:37 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir nýtt námsstyrkjakerfi boða lægri skuldsetningu og aukið jafnræði hjá námsmönnum. VÍSIR/VILHELM Frumvarpsdrög nýrra laga um námsstyrkjakerfi Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (Sín) hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lagt til að innleiða námsstyrkjafyrirkomulag samhliða námslánum. Þetta kemur fram til tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Lægri skuldsetning og jafnræði milli námsmanna eykst Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir drögin boða róttæka breytingu á núverandi fyrirkomulagi sem muni stuðla að lægri skuldsetningu námsmanna að námi loknum. „Þetta er mikilvægt skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar,“ segir hún. Hún segir nýtt kerfi stuðla að bættri námsframvindu háskólanema og betri nýtingu fjármuna í menntakerfinu. „Námsaðstoð ríkisins verður gagnsærri, staða þeirra námsmanna sem þurfa á frekari styrkjum að halda sökum félagslegra aðstæðna verður efld,“ segir ráðherra.Niðurfelling af höfuðstól námsláns og framfærslustyrkur fyrir barnafólk Meðal helstu breytinga í frumvarpinu geta lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfellingu af höfuðstól námsláns þeirra. Framfærslustyrkur verður veittur fyrir námsmenn sem eiga börn. Heimildir verða veittar til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námsmanna sem búa og starfa í brothættum byggðum og vegna tiltekinna námsgreina svo sem starfs- og verknáms eða kennaranáms. Þá munu lánin greiðast með mánaðarlegum afborgunum í stað tveggja afborgana á ári og fá þeir sem ljúka námi fyrir 35 ára aldur val um hvort endurgreiðslan verði tekjutengd eða með jöfnum greiðslum og hvort lánið verði greitt með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi.Hægt er að lesa tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í heild hér. Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Frumvarpsdrög nýrra laga um námsstyrkjakerfi Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (Sín) hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lagt til að innleiða námsstyrkjafyrirkomulag samhliða námslánum. Þetta kemur fram til tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Lægri skuldsetning og jafnræði milli námsmanna eykst Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir drögin boða róttæka breytingu á núverandi fyrirkomulagi sem muni stuðla að lægri skuldsetningu námsmanna að námi loknum. „Þetta er mikilvægt skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar,“ segir hún. Hún segir nýtt kerfi stuðla að bættri námsframvindu háskólanema og betri nýtingu fjármuna í menntakerfinu. „Námsaðstoð ríkisins verður gagnsærri, staða þeirra námsmanna sem þurfa á frekari styrkjum að halda sökum félagslegra aðstæðna verður efld,“ segir ráðherra.Niðurfelling af höfuðstól námsláns og framfærslustyrkur fyrir barnafólk Meðal helstu breytinga í frumvarpinu geta lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfellingu af höfuðstól námsláns þeirra. Framfærslustyrkur verður veittur fyrir námsmenn sem eiga börn. Heimildir verða veittar til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námsmanna sem búa og starfa í brothættum byggðum og vegna tiltekinna námsgreina svo sem starfs- og verknáms eða kennaranáms. Þá munu lánin greiðast með mánaðarlegum afborgunum í stað tveggja afborgana á ári og fá þeir sem ljúka námi fyrir 35 ára aldur val um hvort endurgreiðslan verði tekjutengd eða með jöfnum greiðslum og hvort lánið verði greitt með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi.Hægt er að lesa tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í heild hér.
Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira