Madrídarbúar mótmæla afturköllun bílabanns Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 08:22 Mótmælendur létu hitabylgjuna ekki stoppa sig. Twitter Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. Bannið, sem sett var á í nóvember, náði til flestra bensín og dísilbíla. Þetta kemur fram á BBC en bannið hafði verið sett á í tíð fyrrverandi borgarstjóra, Manuelu Carmenu Castrillo, og var til þess fallið að halda loftmengun innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Voru ökumenn sem brutu gegn banninu sektaðir um níutíu evrur eða það sem jafngildir um þrettán þúsund íslenskum krónum. Íbúar eru verulega ósáttir við þessa breytingu enda hafði bílabannið bæði dregið úr mengun og hávaða í borginni. Þá fóru fleiri að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta líkt og lagt var upp með í upphafi.It’s powerfully poetic that people fighting to keep #Madrid’s city centre low-emission, for less pollution & #climatechange mitigation, do it by filling streets with people, with no space left for cars. #MadridCentralSeQueda HT @Robertofr63@NacionRotondapic.twitter.com/fxe1GkFNEi — Brent Toderian (@BrentToderian) June 29, 2019Vill endurskoða áætlunina með hliðsjón af þörfum borgarbúa Hitabylgjan stoppaði mótmælendur ekki og söfnuðust þeir saman og kölluðu eftir því að sitjandi borgarstjóri myndi setja bannið aftur í gildi. Þrátt fyrir óánægju borgarbúa nýtur borgarstjórinn stuðnings annarra flokka sem eru mótfallnir banninu, en bannið var hluti af áætluninni „Madrid Central“. Mælingar sýna að loftmengun í borginni náði sögulegu lágmarki eftir að bannið tók gildi. Mengun af völdum farartækja hafði ekki verið minni í maímánuði frá því að mælingar hófust árið 2010 en þeir bílar sem féllu undir bannið máttu ekki keyra inn á fimm ferkílómetra svæði í miðborginni. Margir óttast að nýi borgarstjórinn muni ekki taka loftslagsmálin föstum tökum en hann segist vilja endurskoða áætlunina með hliðsjón af samgönguþörfum borgarbúa. Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur varað borgaryfirvöld við því að mögulega komi til refsiaðgerða ef borgin heldur loftmengun ekki innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Loftslagsmál Spánn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. Bannið, sem sett var á í nóvember, náði til flestra bensín og dísilbíla. Þetta kemur fram á BBC en bannið hafði verið sett á í tíð fyrrverandi borgarstjóra, Manuelu Carmenu Castrillo, og var til þess fallið að halda loftmengun innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Voru ökumenn sem brutu gegn banninu sektaðir um níutíu evrur eða það sem jafngildir um þrettán þúsund íslenskum krónum. Íbúar eru verulega ósáttir við þessa breytingu enda hafði bílabannið bæði dregið úr mengun og hávaða í borginni. Þá fóru fleiri að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta líkt og lagt var upp með í upphafi.It’s powerfully poetic that people fighting to keep #Madrid’s city centre low-emission, for less pollution & #climatechange mitigation, do it by filling streets with people, with no space left for cars. #MadridCentralSeQueda HT @Robertofr63@NacionRotondapic.twitter.com/fxe1GkFNEi — Brent Toderian (@BrentToderian) June 29, 2019Vill endurskoða áætlunina með hliðsjón af þörfum borgarbúa Hitabylgjan stoppaði mótmælendur ekki og söfnuðust þeir saman og kölluðu eftir því að sitjandi borgarstjóri myndi setja bannið aftur í gildi. Þrátt fyrir óánægju borgarbúa nýtur borgarstjórinn stuðnings annarra flokka sem eru mótfallnir banninu, en bannið var hluti af áætluninni „Madrid Central“. Mælingar sýna að loftmengun í borginni náði sögulegu lágmarki eftir að bannið tók gildi. Mengun af völdum farartækja hafði ekki verið minni í maímánuði frá því að mælingar hófust árið 2010 en þeir bílar sem féllu undir bannið máttu ekki keyra inn á fimm ferkílómetra svæði í miðborginni. Margir óttast að nýi borgarstjórinn muni ekki taka loftslagsmálin föstum tökum en hann segist vilja endurskoða áætlunina með hliðsjón af samgönguþörfum borgarbúa. Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur varað borgaryfirvöld við því að mögulega komi til refsiaðgerða ef borgin heldur loftmengun ekki innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um.
Loftslagsmál Spánn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira