Fótbolti

„Var í hjólastól en núna er ég hjá Real Madrid“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mendy var formlega kynntur til leiks hjá Real Madrid í gær.
Mendy var formlega kynntur til leiks hjá Real Madrid í gær. vísir/getty

Fyrir níu árum síðan var Ferland Mendy í hjólastól. Í gær var hann kynntur sem leikmaður Real Madrid.

Eftir tvö góð tímabil hjá Lyon keypti Real Madrid Mendy fyrir rúmar 47 milljónir punda í síðustu viku.

Líf Mendys hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Þegar hann var unglingur gekkst hann undir stóra aðgerð á mjöðm.

„Um tíma var ég í hjólastól og var í endurhæfingu í 6-7 mánuði svo ég gæti gengið aftur. Mér var sagt að ég myndi aldrei spila fótbolta aftur en núna er ég hjá Real Madrid,“ sagði Mendy sem hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Frakkland.

Hinn 24 ára Mendy segist vera himinlifandi að orðinn leikmaður Real Madrid.

„Fyrst ætlaði ég ekki að trúa þessu. Þetta er frábært félag og það er stórkostlegt fyrir mig að vera kominn hingað. Ég er í skýjunum og vonandi gengur allt vel,“ sagði Mendy.

Auk Mendys hefur Real Madrid keypt Eden Hazard, Éder Militao, Rodrygo og Luka Jovic í sumar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.